Íslensk kona í Bergamo grátbiður Íslendinga að taka veiruna alvarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 01:05 Fólk með andlitsgrímur við jarðarför í Bergamo þann 7. mars síðastliðinn. Þá höfðu 3900 greinst sýktir og 197 látist af völdum veirunnar á Ítalíu. Tölurnar hafa síðan margfaldast og er staðan hvergi verri í Evrópu. EPA/MATTEO CORNER Rut Valgarðsdóttir, líffræðingur sem búsett er í borginni Bergamo í Lombardy héraði á Norður-Ítalíu, biðlar til Íslendinga að taka kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum alvarlega. Hún lýsir átakanlegu ástandi í borginni þar sem einu hljóðin sem heyrist í einangruninni sé stöðugt væl í sírenum. Yfirvöld hafi verið of lengi að átta sig á hættunni af veirunni. Rúmlega 2500 hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund sýkst. Vöxturinn síðastliðinn sólarhring í fjölda smitaðra var tæp 13 prósent sem er þó sá minnsti þar í landi síðan 21. febrúar skv. Al Jazeera. Segir alla hrædda Rut hefur búið á Ítalíu í nokkur ár en hvergi í Evrópu er hlutfall sýktra með kórónuveiruna hærra en í Bergamo. Alls eru rúmlega 16 þúsund sýktir í Lombardy héraði, flestir í Bergamo. Starfsmenn Rauða krossins að störfum á Ítalíu.AP/Andrew Medichini Tölurnar sem birtast opinberlega um fjölda sýktra og látinna segja þó ekki alla söguna, að sögn Rutar. „Heilbrigðiskerfið er þegar svo mettað hér hjá okkur að eingöngu þeir sem eru verulega alvarlega veikir eru testaðir fyrir veirunni,“ segir Rut. „Jafnvel margir þeirra sem eru verulega alvarlega veikir þurfa að berjast fyrir læknishjálp, sumir deyja heima án þess að vera nokkurn tímann testaðir því þeir ná ekki í gegnum filterana sem eru settir til að forgangsraða hjálpinni og aðrir kjósa að fara ekki á sjúkrahús því fólk sér það sem „one way ticket“ og deyja því í súrefnisnauð heima hjá sér,“ segir Rut í færslu á Facebook. Hún segir alla í borginni þekkja einhvern sem hefur misst ástvin eða þekki einhvern á gjörgæslu. Allir séu hræddir. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er landsliðskona Íslands í knattspyrnu og spilar með AC Milan í Mílanó sem er sömuleiðis í Lombardy-héraði. Hún lýsti stöðu sinni í viðtali í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hún segir erfitt að vakna enda ekkert framundan. Barátta dag sem nótt „Sjúkrahúsið í Bergamo er í stöðugum breytingum, almennum deildum hefur verið breytt í bráðadeildir, dagdeildum hefur verið lokað, sjúkrahúsið hefur ráðið aukastarfsfólk og herinn hefur lagt til lækna og hjúkrunafólk til að manna vaktirnar sem verða lengri og dramatískari eftir því sem á líður,“ segir Rut. Talsvert af starfsfólkinu hafi veikst sjálft. Daniele Macchini, læknir við Humanitas Gavazzeni spítalann í Bergamo, skrifaði á Facebook nokkrum áður en útgöngubann var sett á Ítalíu í heild sinni. „Ástandinu má vel lýsa sem dramatísku. Með látum er skollið á stríð og baráttan er stöðug, dag sem nótt,“ hafði The Guardian eftir Macchini. Lýsingar Rutar, nú nokkrum dögum síðar, eru svipaðar. Stöðugt væl í sírenum „Sjúkrahúsið er fullmettað af alvarlega veiku fólki sem þarf súrefni, sem er í einangrun, sem deyr án þess að hafa sína nánustu hjá sér,“ segir Rut. „Jarðarfarir eru óhugsandi, kistur hrannast upp og aðstandendur standa hjá lamaðir af sorg samblandaða við hræðsluna að smitast. Einu hljóðin sem við heyrum hér í einangruninni heima hjá okkur eru stöðug væl í sírenum sjúkrabílanna, dag og nótt, og við reynum að hugsa ekki um fólkið og söguna á bakvið hvern sjúkrabíl sem brunar hjá.“ Rut segir allt benda til þess að yfirvöld hafi brugðist of seint, sérstaklega í Bergamo. Þá kenningu styðja rannsóknargögn vísindamanna við Oxford-háskólann sem báru saman vöxt sýktra í borginni Lodi annars vegar og Bergamo hins vegar miðað við hvenær útgöngubanni var komið á í borgunum tveimur. Real-time evidence of flattening the curve. Lodi had the first Covid-19 case in Italy, and implemented a shutdown on Feb 23. Bergamo waited until March 8. Look at the difference. Incredible research by @drjenndowd, @melindacmills & co-authors. https://t.co/JYf1F5GnYu pic.twitter.com/iMVXBJ59Y6— Don Moynihan (@donmoyn) March 15, 2020 Mikilvægi þess að hægja á faraldrinum Takmörkunum var komið á í Lodi þann 23. febrúar en ekki fyrr en 8. mars í Bergamo. Jenn Dowd, einn rannsakendanna, segir þetta gott dæmi um hvernig tókst að hægja á faraldrinum í Lodi en ekki Bergamo. Eins og sjá má hefur vöxturinn verið mun meiri í Bergamo en í Lodi þar sem samkomubanni var komið á tæpum tveimur vikum fyrr.Oxford háskóli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað rætt um mikilvægi þess að hægja á faraldrinum hér á landi. Svo að heilbrigðiskerfið hér valdi fjölda smitaðra hverju sinni. Hér lýsa almannavarnir hvers vegna vilji er til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar.Almannavarnir Skilaboð Rutar, íbúa í Bergamo, sem verið hefur haldið sig innandyra með fjölskyldu sinni eru skýr: „Í guðanna bænum takið veiruna alvarlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingur í Lúxemborg: „Það er búið að loka öllu nema landamærunum“ Íslendingar í Stokkhólmi og Lúxemborg segja götur tómar og víða búið að loka. Hins vegar er mismunandi hvernig þjóðirnar hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum. 17. mars 2020 20:00 Þjóðnýta flugfélagið Alitalia Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram. 17. mars 2020 10:33 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Fleiri náðu sér en smituðust á einum degi í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Rut Valgarðsdóttir, líffræðingur sem búsett er í borginni Bergamo í Lombardy héraði á Norður-Ítalíu, biðlar til Íslendinga að taka kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum alvarlega. Hún lýsir átakanlegu ástandi í borginni þar sem einu hljóðin sem heyrist í einangruninni sé stöðugt væl í sírenum. Yfirvöld hafi verið of lengi að átta sig á hættunni af veirunni. Rúmlega 2500 hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund sýkst. Vöxturinn síðastliðinn sólarhring í fjölda smitaðra var tæp 13 prósent sem er þó sá minnsti þar í landi síðan 21. febrúar skv. Al Jazeera. Segir alla hrædda Rut hefur búið á Ítalíu í nokkur ár en hvergi í Evrópu er hlutfall sýktra með kórónuveiruna hærra en í Bergamo. Alls eru rúmlega 16 þúsund sýktir í Lombardy héraði, flestir í Bergamo. Starfsmenn Rauða krossins að störfum á Ítalíu.AP/Andrew Medichini Tölurnar sem birtast opinberlega um fjölda sýktra og látinna segja þó ekki alla söguna, að sögn Rutar. „Heilbrigðiskerfið er þegar svo mettað hér hjá okkur að eingöngu þeir sem eru verulega alvarlega veikir eru testaðir fyrir veirunni,“ segir Rut. „Jafnvel margir þeirra sem eru verulega alvarlega veikir þurfa að berjast fyrir læknishjálp, sumir deyja heima án þess að vera nokkurn tímann testaðir því þeir ná ekki í gegnum filterana sem eru settir til að forgangsraða hjálpinni og aðrir kjósa að fara ekki á sjúkrahús því fólk sér það sem „one way ticket“ og deyja því í súrefnisnauð heima hjá sér,“ segir Rut í færslu á Facebook. Hún segir alla í borginni þekkja einhvern sem hefur misst ástvin eða þekki einhvern á gjörgæslu. Allir séu hræddir. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er landsliðskona Íslands í knattspyrnu og spilar með AC Milan í Mílanó sem er sömuleiðis í Lombardy-héraði. Hún lýsti stöðu sinni í viðtali í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hún segir erfitt að vakna enda ekkert framundan. Barátta dag sem nótt „Sjúkrahúsið í Bergamo er í stöðugum breytingum, almennum deildum hefur verið breytt í bráðadeildir, dagdeildum hefur verið lokað, sjúkrahúsið hefur ráðið aukastarfsfólk og herinn hefur lagt til lækna og hjúkrunafólk til að manna vaktirnar sem verða lengri og dramatískari eftir því sem á líður,“ segir Rut. Talsvert af starfsfólkinu hafi veikst sjálft. Daniele Macchini, læknir við Humanitas Gavazzeni spítalann í Bergamo, skrifaði á Facebook nokkrum áður en útgöngubann var sett á Ítalíu í heild sinni. „Ástandinu má vel lýsa sem dramatísku. Með látum er skollið á stríð og baráttan er stöðug, dag sem nótt,“ hafði The Guardian eftir Macchini. Lýsingar Rutar, nú nokkrum dögum síðar, eru svipaðar. Stöðugt væl í sírenum „Sjúkrahúsið er fullmettað af alvarlega veiku fólki sem þarf súrefni, sem er í einangrun, sem deyr án þess að hafa sína nánustu hjá sér,“ segir Rut. „Jarðarfarir eru óhugsandi, kistur hrannast upp og aðstandendur standa hjá lamaðir af sorg samblandaða við hræðsluna að smitast. Einu hljóðin sem við heyrum hér í einangruninni heima hjá okkur eru stöðug væl í sírenum sjúkrabílanna, dag og nótt, og við reynum að hugsa ekki um fólkið og söguna á bakvið hvern sjúkrabíl sem brunar hjá.“ Rut segir allt benda til þess að yfirvöld hafi brugðist of seint, sérstaklega í Bergamo. Þá kenningu styðja rannsóknargögn vísindamanna við Oxford-háskólann sem báru saman vöxt sýktra í borginni Lodi annars vegar og Bergamo hins vegar miðað við hvenær útgöngubanni var komið á í borgunum tveimur. Real-time evidence of flattening the curve. Lodi had the first Covid-19 case in Italy, and implemented a shutdown on Feb 23. Bergamo waited until March 8. Look at the difference. Incredible research by @drjenndowd, @melindacmills & co-authors. https://t.co/JYf1F5GnYu pic.twitter.com/iMVXBJ59Y6— Don Moynihan (@donmoyn) March 15, 2020 Mikilvægi þess að hægja á faraldrinum Takmörkunum var komið á í Lodi þann 23. febrúar en ekki fyrr en 8. mars í Bergamo. Jenn Dowd, einn rannsakendanna, segir þetta gott dæmi um hvernig tókst að hægja á faraldrinum í Lodi en ekki Bergamo. Eins og sjá má hefur vöxturinn verið mun meiri í Bergamo en í Lodi þar sem samkomubanni var komið á tæpum tveimur vikum fyrr.Oxford háskóli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað rætt um mikilvægi þess að hægja á faraldrinum hér á landi. Svo að heilbrigðiskerfið hér valdi fjölda smitaðra hverju sinni. Hér lýsa almannavarnir hvers vegna vilji er til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar.Almannavarnir Skilaboð Rutar, íbúa í Bergamo, sem verið hefur haldið sig innandyra með fjölskyldu sinni eru skýr: „Í guðanna bænum takið veiruna alvarlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingur í Lúxemborg: „Það er búið að loka öllu nema landamærunum“ Íslendingar í Stokkhólmi og Lúxemborg segja götur tómar og víða búið að loka. Hins vegar er mismunandi hvernig þjóðirnar hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum. 17. mars 2020 20:00 Þjóðnýta flugfélagið Alitalia Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram. 17. mars 2020 10:33 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Fleiri náðu sér en smituðust á einum degi í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Íslendingur í Lúxemborg: „Það er búið að loka öllu nema landamærunum“ Íslendingar í Stokkhólmi og Lúxemborg segja götur tómar og víða búið að loka. Hins vegar er mismunandi hvernig þjóðirnar hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum. 17. mars 2020 20:00
Þjóðnýta flugfélagið Alitalia Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram. 17. mars 2020 10:33
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Fleiri náðu sér en smituðust á einum degi í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent