Sport

Brjálaður að deildin hafi ekki verið blásin af vegna kórónu­veirunnar og er hættur

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Obi Mikel í leik með Trabzonspor fyrr í vetur en nú hefur hann fengið nóg og er hættur.
vísir/getty

John Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea, er hættur hjá tyrkneska félaginu Trabzonspor en hann er allt annað en sáttur með að enn sé verið að spila í tyrknesku deildinni þrátt fyrir kórónuveiruna.

Obi Mikel tilkynnti í gær að hann væri hættur hjá félaginu en á mánudaginn sendi hann forsvarsmönnum tyrknesku deildarinnar tóninn. Tyrkneska deildin er ein af fáum deildum í heiminum þar sem enn er verið að spila.

Flestar deildarinnar eru komnar í ótímabundið frí vegna kórónuveirunnar en Obi Mikel sagði að þeir ættu að hætta að spila í Tyrklandi eins og skot. Leikmennirnir ættu að vera

Mikel sagði í tilkynningu sinni að honum liði ekki vel að spila í landinu þegar ástandið væri eins og það er. Hann gekk í raðir liðsins síðasta sumar og spilaði undir tveggja ára samning en nú er hann farinn frá félaginu.

Þó að deildin sé ekki komin í frí vegna veirunnar hafa forystumenn deildarinnar þó ákveðið að spilað verði án áhorfanda út aprílmánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×