Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segist hafa fengið skilaboð frá bæði Steven Gerrard og Luis Suarez sem reyndu að sannfæra hann um að koma til Liverpool árið 2014.
Kroos var í viðtali hjá The Athletic þar sem hann ræddi um sumarið 2014 en það sumar ákvað hann að yfirgefa Bayern Munchen og róa á önnur mið.
Mörg lið voru á eftir Kroos en hann segir að samningur við Manchester United hafi verið ansi langt kominn þegar David Moyes var svo rekinn í aprílmánuði 2014.
„David Moyes hafði komið og horft á mig. Samningurinn var nánast tilbúinn en þá var Moyes rekinn og Van Gaal kom inn sem breytti öllu,“ sagði sá þýski.
Manchester United nearly signed Toni Kroos in 2014.
— B/R Football (@brfootball) February 25, 2020
Then Moyes was fired, Real Madrid called and Kroos went. pic.twitter.com/GYyRrW9dYt
„Louis vildi byggja hans lið. Ég heyrði ekkert frá United í smá tíma og byrjaði að efast. Síðan byrjaði HM og Ancelotti hringdi. Svo gerðist það,“ en hann gekk svo í raðir Real Madrid.
United var ekki eina liðið á Englandi sem vildi fá Kroos árið 2014 en leikmenn Liverpool gerðu sitt.
„Þeir sögðu þetta ekki hreint út en þeir sögðust vera tilbúnir í að segja mér meira um félagið. Það fyndna við þetta var að Suarez var að fara til Barcelona,“ sagði sá þýski.
Hann hefur leikið með Real Madrid síðan þá. Hann hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og spænsku deildina einu sinni.
Real spilar gegn Manchester City í Meistaradeildinni annað kvöld. Fyrri leikurinn fer fram á Bernabeu en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Real Madrid midfielder Toni Kroos has said he held transfer talks with Liverpool in 2014.
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 25, 2020
“It wasn’t a straight chat-up line but they offered to tell me more about the club and so on.”
pic.twitter.com/DdQiR1RNEE