„Held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast 22. apríl“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 16:00 vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira