„Held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast 22. apríl“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 16:00 vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira