Veiran að ná sér á flug Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. Þetta eru fyrstu vísbendingar um að við séum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjö eru nú inniliggjandi á Landspítalnum með kórónuveiruna, þar af einn á gjörgæslu. Sá er þó ekki í öndunarvél. Þá eru 3700 í sóttkví á landinu. Jákvæð sýni sem greindust á veirufræðideild Landspítalans nú voru 73 talsins og hlutfallið því um 15 prósent, en hefur hingað til verið um 10 prósent. Þannig hefur orðið verulegt stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni, sem er merki um að veiran sé að ná sér aðeins á flug, að sögn Þórólfs. Sjá einnig: Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Hlutfall jákvæðra sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu síðasta sólarhring var um 0,8 prósent en hefur verið um 0,7 prósent svo breytingin þar er ekki mikil. Þórólfur sagði þessa aukningu ekki koma á óvart. Búist væri við enn frekari aukningu á næstunni. Það sé hluti af eðlilegum ferli svona faraldurs – hann fari upp á við en passa þurfi upp á að hann fari ekki of hátt. Þá sé hægt að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari aukningu. Yfirvöld hafi ýmislegt upp í erminni í þeim efnum þegar fram líða stundir. Þá benti Þórólfur á að þegar hafi verið settar takmarkanir á samkomur og skólahald, og alltaf sé inn í myndinni hvort herða eigi á því eða slaka. Fátt fleira sé í stöðunni. Í „grunnprinsippinu“ snúist þetta um samgang fólks, nánd og hreinlæti. Þá sé það inni í myndinni að loka grunn- og leikskólum en það yrði gert í samráði við stjórnvöld. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12 Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. Þetta eru fyrstu vísbendingar um að við séum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjö eru nú inniliggjandi á Landspítalnum með kórónuveiruna, þar af einn á gjörgæslu. Sá er þó ekki í öndunarvél. Þá eru 3700 í sóttkví á landinu. Jákvæð sýni sem greindust á veirufræðideild Landspítalans nú voru 73 talsins og hlutfallið því um 15 prósent, en hefur hingað til verið um 10 prósent. Þannig hefur orðið verulegt stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni, sem er merki um að veiran sé að ná sér aðeins á flug, að sögn Þórólfs. Sjá einnig: Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Hlutfall jákvæðra sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu síðasta sólarhring var um 0,8 prósent en hefur verið um 0,7 prósent svo breytingin þar er ekki mikil. Þórólfur sagði þessa aukningu ekki koma á óvart. Búist væri við enn frekari aukningu á næstunni. Það sé hluti af eðlilegum ferli svona faraldurs – hann fari upp á við en passa þurfi upp á að hann fari ekki of hátt. Þá sé hægt að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari aukningu. Yfirvöld hafi ýmislegt upp í erminni í þeim efnum þegar fram líða stundir. Þá benti Þórólfur á að þegar hafi verið settar takmarkanir á samkomur og skólahald, og alltaf sé inn í myndinni hvort herða eigi á því eða slaka. Fátt fleira sé í stöðunni. Í „grunnprinsippinu“ snúist þetta um samgang fólks, nánd og hreinlæti. Þá sé það inni í myndinni að loka grunn- og leikskólum en það yrði gert í samráði við stjórnvöld.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12 Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12
Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54