Enski boltinn

Í beinni í dag: Barist um Bítlaborgina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verður Liverpool borg blá eða rauð í dag?
Verður Liverpool borg blá eða rauð í dag? vísir/getty

 

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem alls 14 íþróttaviðburðir verða sýndir í beinni útsendingu.

Enska bikarkeppnin er fyrirferðamikil en alls verða sex leikir úr 3.umferð bikarsins sýndir. Ber þar hæst nágrannaslagur Liverpool og Everton.

Einnig verður ítölsk og spænsk knattspyrna á boðstólnum auk ameríska fótboltans. Sýnt verður frá tveimur leikjum í hinni fjölþjóðlegu Dominos deild karla og einum í Dominos deild kvenna en dagskránni lýkur með golfi á Golfstöðinni.

Í beinni í dag


11:25 Brescia - Lazio (Stöð 2 Sport)

12:55 Real Sociedad - Villarreal (Stöð 2 Sport 4)

13:55 Middlesbrough - Tottenham (Stöð 2 Sport)

13:55 Chelsea - Nottingham Forest (Stöð 2 Sport 2)

13:55 Crystal Palace - Derby (Stöð 2 Sport 3)

15:55 Liverpool - Everton (Stöð 2 Sport)

16:05 Valur - Skallagrímur (Stöð 2 Sport 2)

17:55 New Orleans Saints - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 3)

18:10 Gillingham - West Ham (Stöð 2 Sport)

18:20 Valur - Fjölnir (Stöð 2 Sport 2)

19:40 Roma - Torino (Stöð 2 Sport 4)

20:10 Stjarnan - Þór Þ. (Stöð 2 Sport 2)

21:20 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks (Stöð 2 Sport 3)

23:00 PGA Tour (Stöð 2 Golf)

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×