Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni hreinsaður af sök Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 10:28 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Þegar læknirinn Li Wenliang reyndi að vara við nýjum smitsjúkdómi sem var að herja á íbúa Wuhan í Kína, var ekki hlustað á hann. Þess í stað voru lögregluþjónar sendir heim til hans og var hann látinn skrifa undir bréf þar sem hann gekkst við því að setja fram falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Aðrir læknar sem Li hafði rætt við og höfðu sömuleiðis reynt að vara við veirunni urðu einnig fyrir refsingum. Yfirvöld í Kína hafa nú hreinsað Li sök, beðið fjölskyldu hans afsökunar og refsað lögregluþjónunum tveimur sem ræddu við hann, samkvæmt Kommúnistaflokki Kína. Aðgerðir sem þessar þykja frekar merkilegar þar sem Kommúnistaflokkurinn viðurkennir sjaldan sem aldrei að hafa gert nokkuð rangt og forsvarsmenn flokksins sætta sig ekki við gagnrýni og mótlæti. Þann 30. desember sendi Li öðrum læknum viðvörun og ráðlagði þeim að klæðast hlífðarklæðum. Hann smitaðist sjálfur af kórónuveirunni í byrjun janúar en það var ekki staðfest fyrr en þann 30. janúar. Li dó svo þann 6. febrúar. Eftir að Li dó varð hann táknmynd mikillar reiði í garð Kommúnistaflokksins. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum og var Kommúnistaflokkurinn meðal annars sakaður um þöggunartilburði. Margir börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi en slíkar færslur voru þó fljótt fjarlægðar. Eins og AP fréttaveitan bendir á er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn er sakaður um að hylma yfir eða taka illa á slysum, hamförum og slíku. Meðal annars varðandi fuglaflensuna 2003, eiturefnaleka árið 2005 sem mengaði neysluvatn milljóna og sölu mengaðrar barnamjólkur, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum þessum tilfellum voru embættismenn flokksins sakaðir um að sitja á upplýsingum sem almenningur þurfti til að verja sig. Í mörgum þessara tilfella leyfði flokkurinn almenningi að ausa úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum í smá stund, áður en lokað var á alla umræðu og fjölmiðlar notaðir til að kaffæra alla gagnrýni. Þeir sem héldu áfram að gagnrýna fyrirvöld í Kína áttu á hættu á að lenda í fangelsi. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Þegar læknirinn Li Wenliang reyndi að vara við nýjum smitsjúkdómi sem var að herja á íbúa Wuhan í Kína, var ekki hlustað á hann. Þess í stað voru lögregluþjónar sendir heim til hans og var hann látinn skrifa undir bréf þar sem hann gekkst við því að setja fram falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Aðrir læknar sem Li hafði rætt við og höfðu sömuleiðis reynt að vara við veirunni urðu einnig fyrir refsingum. Yfirvöld í Kína hafa nú hreinsað Li sök, beðið fjölskyldu hans afsökunar og refsað lögregluþjónunum tveimur sem ræddu við hann, samkvæmt Kommúnistaflokki Kína. Aðgerðir sem þessar þykja frekar merkilegar þar sem Kommúnistaflokkurinn viðurkennir sjaldan sem aldrei að hafa gert nokkuð rangt og forsvarsmenn flokksins sætta sig ekki við gagnrýni og mótlæti. Þann 30. desember sendi Li öðrum læknum viðvörun og ráðlagði þeim að klæðast hlífðarklæðum. Hann smitaðist sjálfur af kórónuveirunni í byrjun janúar en það var ekki staðfest fyrr en þann 30. janúar. Li dó svo þann 6. febrúar. Eftir að Li dó varð hann táknmynd mikillar reiði í garð Kommúnistaflokksins. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum og var Kommúnistaflokkurinn meðal annars sakaður um þöggunartilburði. Margir börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi en slíkar færslur voru þó fljótt fjarlægðar. Eins og AP fréttaveitan bendir á er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn er sakaður um að hylma yfir eða taka illa á slysum, hamförum og slíku. Meðal annars varðandi fuglaflensuna 2003, eiturefnaleka árið 2005 sem mengaði neysluvatn milljóna og sölu mengaðrar barnamjólkur, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum þessum tilfellum voru embættismenn flokksins sakaðir um að sitja á upplýsingum sem almenningur þurfti til að verja sig. Í mörgum þessara tilfella leyfði flokkurinn almenningi að ausa úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum í smá stund, áður en lokað var á alla umræðu og fjölmiðlar notaðir til að kaffæra alla gagnrýni. Þeir sem héldu áfram að gagnrýna fyrirvöld í Kína áttu á hættu á að lenda í fangelsi.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira