Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2020 11:07 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19
Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03
Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35