Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 15:16 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á þriðja hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. Hún kvað fjöldann áhyggjuefni en sagði að gengið hefði mjög vel að halda starfseminni gangandi. Þetta kom fram í máli landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveiru nú síðdegis. Samkvæmt Covid-tölum Landspítalans fyrir daginn í dag eru alls 21 innlagðir sjúklingar á spítalanum í sóttkví. Ölmu Möller landlækni var ekki kunnugt um hvort einhver sjúklingur á spítalanum hefði smitast af veirunni þegar hún var spurð að því á upplýsingafundinum. Þá eru 25 starfsmenn Landspítala í einangrun og 224 starfsmenn í sóttkví. Alma sagði aðspurð að það væri áhyggjuefni hversu margir starfsmenn spítalans væru í sóttkví. „En Landspítala hefur gengið ótrúlega vel að takast á við það og tekist að halda mikilli starfsemi.“ Þá var Alma spurð hvort þennan mikla fjölda starfsmanna í sóttkví mætti rekja til starfsins inni á spítalanum eða utanlandsferða. „Ég held þetta sé skíðaáhugi starfsmanna,“ sagði Alma. Upplýsingafundinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Í byrjun mars var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsfólks og annarra í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki til útlanda vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna hafa þegar skráð sig í bakvarðasveitina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02 Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á þriðja hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. Hún kvað fjöldann áhyggjuefni en sagði að gengið hefði mjög vel að halda starfseminni gangandi. Þetta kom fram í máli landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveiru nú síðdegis. Samkvæmt Covid-tölum Landspítalans fyrir daginn í dag eru alls 21 innlagðir sjúklingar á spítalanum í sóttkví. Ölmu Möller landlækni var ekki kunnugt um hvort einhver sjúklingur á spítalanum hefði smitast af veirunni þegar hún var spurð að því á upplýsingafundinum. Þá eru 25 starfsmenn Landspítala í einangrun og 224 starfsmenn í sóttkví. Alma sagði aðspurð að það væri áhyggjuefni hversu margir starfsmenn spítalans væru í sóttkví. „En Landspítala hefur gengið ótrúlega vel að takast á við það og tekist að halda mikilli starfsemi.“ Þá var Alma spurð hvort þennan mikla fjölda starfsmanna í sóttkví mætti rekja til starfsins inni á spítalanum eða utanlandsferða. „Ég held þetta sé skíðaáhugi starfsmanna,“ sagði Alma. Upplýsingafundinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Í byrjun mars var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsfólks og annarra í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki til útlanda vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna hafa þegar skráð sig í bakvarðasveitina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02 Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02
Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35
Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22
Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52