Heima-helgistundir í beinni á Vísi næstu sunnudaga 21. mars 2020 11:15 Fyrstu heima-helgistundinni verður streymt frá Laugarneskirkju á morgun sunnudag klukkan 17. Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars. Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu segir aðstæður í samfélaginu kalla á nýja nálgun í þjónustu kirkjunnar. „Meðan samkomubann ríkir viljum við færa þjóðkirkjuna og hennar starf heim í stofu. Fólk getur átt þá hugleiðslu, bæn og kyrrð sem það annars myndi eiga í kirkjunni, heima hjá sér. Kirkjan hefur miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þetta er ein leiðin til þess að uppfylla þær. Þrjár kirkjur ríða á vaðið, Laugarneskirkja, þá Lindakirkja og svo Vídalínskirkja, framhaldið spilum við svo eftir eyranu eftir því hvernig málin þróast,“ segir Pétur. Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur segir marga setja sig í samband við kirkjuna þessa dagana. Þegar reyni á komi í ljós að kirkjan gegni margþættu hlutverki. „Við gleymum því oft hvað kirkjan er mikill þátttakandi í samfélaginu. Hún er ennþá hornsteinn í okkar fjölbreytta félags- menningar og trúarlífi. Fólk hefur samband og veltir ýmsu fyrir sér í skipulagningu kirkjunnar sem það gerði ráð fyrir en breytist með samkomubanni. Sem dæmi má nefna fermingarstundir færast úr stað, sem eru örugglega fjölmennustu ættarmót Íslands. Breyttar útfærslur á útförum, þessi síðasti spölur sem við eigum með ástvinum okkar sem er viðkvæm, mikilvæg og falleg stund. Þá er ofboðslega fjölbreytt, fjölmennt og öflugt eldriborgarastarf sem fram fer í kirkjunni sem riðlast til í þeirri félagslegu kreppu sem samkomubann er. Kirkjan er því hornsteinn í menningar- og félagslífi Íslands og þarf að hugsa upp nýjar leiðir til að uppfylla þá þjónustuskyldu. Heimahelgistund er liður í því. Okkar upplifun er að fólk er andlega leitandi á þessum tímum. Fólk leitar í trú, von og kærleika þegar það tekst á við krefjandi verkefni. Við leitum í Æðruleysisbænina og sækjum þangað sátt, kjark og vit. Það er bæði áskorun fyrir kirkjuna að bjóða upp á þá andlegu þjónustu sem fólk hefur ríka þörf á og skylda sem þjóðkirkja að vera andlegur, félagslegur og menningarlegur hornsteinn á krefjandi tímum. Auk þessa verður kirkjan með þætti á Hringbraut þar sem við ræðum von, trú og framtíð. Við verðum daglega með hugvekjur og pistla í Morgunblaðinu. Þá er komið barnaefni á netið sem hægt er að nálgast. Netkirkjan býður upp á faglega sálgæslu á öllum tímum sólahringsins. Svo verður að sjálfsögðu Páskamessa í sjónvarpi landsmanna – upprisan og sigur lífsins á dauðanum. Þannig kveðum við þennan veirufjanda í kútinn. Við komum með kirkjuna til þjóðarinnar. Minna á það ekki að vera. Fyrst og fremst viljum við vera nálægt fólkinu okkar og vera til staðar á þessum sérstöku tímum og það er kveikjan að Heima-helgistundunum. Við erum þetta ástand saman og við sigrum þessa áskorun samtaka. Við viljum að fólk finni að það er birta og von í þessu öllu og á endanum lifir ljósið, lífið og framtíðin.“ Beint streymi frá Heima-helgistundinni hefst klukkan 17 á sunnudaginn. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Biskupsstofu. Tengdar fréttir Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira
Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars. Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu segir aðstæður í samfélaginu kalla á nýja nálgun í þjónustu kirkjunnar. „Meðan samkomubann ríkir viljum við færa þjóðkirkjuna og hennar starf heim í stofu. Fólk getur átt þá hugleiðslu, bæn og kyrrð sem það annars myndi eiga í kirkjunni, heima hjá sér. Kirkjan hefur miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þetta er ein leiðin til þess að uppfylla þær. Þrjár kirkjur ríða á vaðið, Laugarneskirkja, þá Lindakirkja og svo Vídalínskirkja, framhaldið spilum við svo eftir eyranu eftir því hvernig málin þróast,“ segir Pétur. Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur segir marga setja sig í samband við kirkjuna þessa dagana. Þegar reyni á komi í ljós að kirkjan gegni margþættu hlutverki. „Við gleymum því oft hvað kirkjan er mikill þátttakandi í samfélaginu. Hún er ennþá hornsteinn í okkar fjölbreytta félags- menningar og trúarlífi. Fólk hefur samband og veltir ýmsu fyrir sér í skipulagningu kirkjunnar sem það gerði ráð fyrir en breytist með samkomubanni. Sem dæmi má nefna fermingarstundir færast úr stað, sem eru örugglega fjölmennustu ættarmót Íslands. Breyttar útfærslur á útförum, þessi síðasti spölur sem við eigum með ástvinum okkar sem er viðkvæm, mikilvæg og falleg stund. Þá er ofboðslega fjölbreytt, fjölmennt og öflugt eldriborgarastarf sem fram fer í kirkjunni sem riðlast til í þeirri félagslegu kreppu sem samkomubann er. Kirkjan er því hornsteinn í menningar- og félagslífi Íslands og þarf að hugsa upp nýjar leiðir til að uppfylla þá þjónustuskyldu. Heimahelgistund er liður í því. Okkar upplifun er að fólk er andlega leitandi á þessum tímum. Fólk leitar í trú, von og kærleika þegar það tekst á við krefjandi verkefni. Við leitum í Æðruleysisbænina og sækjum þangað sátt, kjark og vit. Það er bæði áskorun fyrir kirkjuna að bjóða upp á þá andlegu þjónustu sem fólk hefur ríka þörf á og skylda sem þjóðkirkja að vera andlegur, félagslegur og menningarlegur hornsteinn á krefjandi tímum. Auk þessa verður kirkjan með þætti á Hringbraut þar sem við ræðum von, trú og framtíð. Við verðum daglega með hugvekjur og pistla í Morgunblaðinu. Þá er komið barnaefni á netið sem hægt er að nálgast. Netkirkjan býður upp á faglega sálgæslu á öllum tímum sólahringsins. Svo verður að sjálfsögðu Páskamessa í sjónvarpi landsmanna – upprisan og sigur lífsins á dauðanum. Þannig kveðum við þennan veirufjanda í kútinn. Við komum með kirkjuna til þjóðarinnar. Minna á það ekki að vera. Fyrst og fremst viljum við vera nálægt fólkinu okkar og vera til staðar á þessum sérstöku tímum og það er kveikjan að Heima-helgistundunum. Við erum þetta ástand saman og við sigrum þessa áskorun samtaka. Við viljum að fólk finni að það er birta og von í þessu öllu og á endanum lifir ljósið, lífið og framtíðin.“ Beint streymi frá Heima-helgistundinni hefst klukkan 17 á sunnudaginn. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Biskupsstofu.
Tengdar fréttir Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira
Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00