Skaut óvopnaðan mann þrisvar sinnum og vísað úr hernum átta árum seinna Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 15:50 Maðurinn var óvopnaður og hlýddi tilæmlum þegar hann var skotinn þrisvar sinnum. Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert. Hermaðurinn gæti verið ákærður fyrir stríðsglæp. Myndband úr hjálmi eins hermanns sýnir atvikið en það var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu í vikunni og hefur það vakið mikla hneykslun. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki útskýrt af hverju ekki var gripið til aðgerða fyrr og af hverju umræddur hermaður var í hernum þar til í vikunni. Málið á rætur að rekja til ársins 2012 þegar sérsveitarmenn úr hinum áströlsku SAS-sérsveitum voru að leita sprengjugerðarmanns í þorpi í Oruzganhéraði. Á einum tímapunkti komu hermennirnir að manni út á akri og var hann að verjast hundi hermannanna sem hafði ráðist á hann. Þegar hermennirnir kölluðu hundinn til þeirra, lagðist maðurinn niður og á myndbandinu virðist sem hann sé alfarið óvopnaður og hlýði hermönnunum. „Viltu að ég felli þennan aumingja?“ spyr hermaðurinn er hann stendur yfir manninum. Hermaðurinn með myndavélina segist ekki viss. Hinn hermaðurinn kallar því á yfirmann þeirra. Svarið heyrist ekki en hermaðurinn skýtur óvopnaða manninn þrisvar sinnum. Sögðu banaskotið sjálfsvörn Maðurinn sem var skotinn, var 25 ára gamall og tveggja barna faðir. Þegar nágrannar hans kvörtuðu yfir því að hann hafði verið skotinn til bana leiddi rannsókn hersins í ljós að hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Myndbandið sýnir svo sannarlega að svo var ekki. Hér að neðan má sjá þátt Four Corners í heild sinni. Umrætt atvik er sýnt eftir 36 mínútur en atvikið gæti vakið óhug. Þátturinn byggir að miklu leyti á frásögn Braden Chapman, sem var áður í SAS, og heldur hann því fram að hermenn hafi reglulega skotið óvopnaða menn til bana og eyðilagt eigur þeirra. Umfangsmikil og langvarandi rannsókn á meintum ódæðum ástralskra hermanna í Afganistan er að ljúka. Í kjölfar sýningar þáttarins sendu forsvarsmenn hersins út yfirlýsingu og sagði að umræddum hermanni hafi verið vikið úr hernum. Ekki kom fram í tilkynningunni af hverju ekki var notast við myndbandið í upprunalegri rannsókn hersins. Ástralía Afganistan Tengdar fréttir ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert. Hermaðurinn gæti verið ákærður fyrir stríðsglæp. Myndband úr hjálmi eins hermanns sýnir atvikið en það var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu í vikunni og hefur það vakið mikla hneykslun. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki útskýrt af hverju ekki var gripið til aðgerða fyrr og af hverju umræddur hermaður var í hernum þar til í vikunni. Málið á rætur að rekja til ársins 2012 þegar sérsveitarmenn úr hinum áströlsku SAS-sérsveitum voru að leita sprengjugerðarmanns í þorpi í Oruzganhéraði. Á einum tímapunkti komu hermennirnir að manni út á akri og var hann að verjast hundi hermannanna sem hafði ráðist á hann. Þegar hermennirnir kölluðu hundinn til þeirra, lagðist maðurinn niður og á myndbandinu virðist sem hann sé alfarið óvopnaður og hlýði hermönnunum. „Viltu að ég felli þennan aumingja?“ spyr hermaðurinn er hann stendur yfir manninum. Hermaðurinn með myndavélina segist ekki viss. Hinn hermaðurinn kallar því á yfirmann þeirra. Svarið heyrist ekki en hermaðurinn skýtur óvopnaða manninn þrisvar sinnum. Sögðu banaskotið sjálfsvörn Maðurinn sem var skotinn, var 25 ára gamall og tveggja barna faðir. Þegar nágrannar hans kvörtuðu yfir því að hann hafði verið skotinn til bana leiddi rannsókn hersins í ljós að hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Myndbandið sýnir svo sannarlega að svo var ekki. Hér að neðan má sjá þátt Four Corners í heild sinni. Umrætt atvik er sýnt eftir 36 mínútur en atvikið gæti vakið óhug. Þátturinn byggir að miklu leyti á frásögn Braden Chapman, sem var áður í SAS, og heldur hann því fram að hermenn hafi reglulega skotið óvopnaða menn til bana og eyðilagt eigur þeirra. Umfangsmikil og langvarandi rannsókn á meintum ódæðum ástralskra hermanna í Afganistan er að ljúka. Í kjölfar sýningar þáttarins sendu forsvarsmenn hersins út yfirlýsingu og sagði að umræddum hermanni hafi verið vikið úr hernum. Ekki kom fram í tilkynningunni af hverju ekki var notast við myndbandið í upprunalegri rannsókn hersins.
Ástralía Afganistan Tengdar fréttir ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42