Ferðaþjónustan fagnar björgunarhring ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2020 18:15 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er ánægður með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
„Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira