Ferðaþjónustan fagnar björgunarhring ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2020 18:15 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er ánægður með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira