Enski boltinn

Lazio í viðræður um kaup á miðverði Liverpool

Sindri Sverrisson skrifar
Dejan Lovren er með samning við Liverpool sem rennur út eftir rúmt ár.
Dejan Lovren er með samning við Liverpool sem rennur út eftir rúmt ár. VÍSIR/GETTY

Ítalska knattspyrnufélagið Lazio ætlar sér að festa kaup á miðverði Liverpool, Dejan Lovren, í sumar eftir að hafa spurst fyrir um leikmanninn í janúar.

Þetta segir ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport sem segir að samningaviðræður á milli félaganna séu hafnar og að þar sem að samningur Lovren renni út 2021, og hann sé ekki lengur talinn ómissandi hjá Jürgen Klopp, sé Liverpool tilbúið að lækka verðið sem farið var fram á í janúar. Talið er að þá hafi Liverpool viljað fá 20 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Lazio ætti hins vegar erfitt með að greiða Lovren sömu laun og hann fær hjá Liverpool, sem sögð eru nema 5 milljónum evra á ári, en Lazio myndi ekki greiða meira en 3 milljónir evra samkvæmt Gazzetta. Hins vegar gæti Lovren, sem er þrítugur, fengið lengri samning hjá Lazio.

Á vef Football-Italia er fullyrt að Lazio muni fá samkeppni frá Arsenal og Tottenham í baráttunni um Lovren. Það gæti hins vegar hjálpað ítalska félaginu að vera á góðri leið með að landa sæti í Meistaradeild Evrópu, en Lazio er í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar nú þegar hlé er á henni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir

Klopp hugsar um leikmennina allan daginn og einnig í svefni

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er þekktur fyrir náið samband með sínum leikmönnum og í hlaðvarpsviðtali á dögunum greindi hann frá því að leikmenn hans eiga huga hans allan daginn og í raun líka þegar hann sefur.

Dollan endar í Liverpool en hvaða lið falla?

Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×