Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 18:43 Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. Með því hefur Spánn tekið fram úr Kína varðandi fjölda látinna, þar sem opinberar tölur segja að 3.285 hafi dáið. Það ríki sem er hvað verst statt er Ítalía, þar sem tala látinna er 6.820. Á heimsvísu er búið að staðfesta um 450 þúsund smit og hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið. Rúmlega 110 þúsund manns hafa smitast og náð sér, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC mun ríkisstjórn Spánar falast eftir því í kvöld að þingmenn framlengi neyðarástandsyfirlýsingu um tvær vikur. Samkvæmt neyðaraðgerðum á Spáni hefur fólki verið meinað að yfirgefa heimili sín, nema til að versla nauðsynjar eða fara til vinnu. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika og er hún með Covid-19. Kórónuveiran hefur komið verulega niður á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu en hvergi verr en á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið skortur á hlífðarbúnaði um margra vikna skeið. Á spáni hafa um 6.500 heilbrigðisstarfsmenn smitast og samsvarar það 13,6 prósentum allra tilfella í landinu. Minnst þrír heilbrigðisstarfsmenn hafa dáið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Við erum að hruni komin. Við þurfum meira fólk,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Lidia Perera. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir þremur mánuðum að við yrðum að vinna við þessar kringumstæður á Spáni, hefði ég ekki trúað þér.“ Á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk um tíu prósent allra smitaðra munu minnst 19 hafa dáið. Hjúkrunarfræðingar og læknar hafa grátbeðið ríkisstjórn landsins um fleiri grímur, hanska og gleraugu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Kína Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. Með því hefur Spánn tekið fram úr Kína varðandi fjölda látinna, þar sem opinberar tölur segja að 3.285 hafi dáið. Það ríki sem er hvað verst statt er Ítalía, þar sem tala látinna er 6.820. Á heimsvísu er búið að staðfesta um 450 þúsund smit og hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið. Rúmlega 110 þúsund manns hafa smitast og náð sér, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC mun ríkisstjórn Spánar falast eftir því í kvöld að þingmenn framlengi neyðarástandsyfirlýsingu um tvær vikur. Samkvæmt neyðaraðgerðum á Spáni hefur fólki verið meinað að yfirgefa heimili sín, nema til að versla nauðsynjar eða fara til vinnu. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika og er hún með Covid-19. Kórónuveiran hefur komið verulega niður á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu en hvergi verr en á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið skortur á hlífðarbúnaði um margra vikna skeið. Á spáni hafa um 6.500 heilbrigðisstarfsmenn smitast og samsvarar það 13,6 prósentum allra tilfella í landinu. Minnst þrír heilbrigðisstarfsmenn hafa dáið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Við erum að hruni komin. Við þurfum meira fólk,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Lidia Perera. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir þremur mánuðum að við yrðum að vinna við þessar kringumstæður á Spáni, hefði ég ekki trúað þér.“ Á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk um tíu prósent allra smitaðra munu minnst 19 hafa dáið. Hjúkrunarfræðingar og læknar hafa grátbeðið ríkisstjórn landsins um fleiri grímur, hanska og gleraugu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Kína Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira