Víðtæk áhrif samkomubanns á verslun og þjónustu: Skellt í lás, skertur opnunartími og meira um heimsendingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 15:13 Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins. Vísir/Vilhelm Fjöldi verslana og veitingastaða hafa lokað tímabundið eftir að hert samkomubann tók gildi síðastliðinn mánudag. Verslanir sem enn eru opnar hafa margar hverjar skert opnunartíma sinn og þá bjóða veitingastaðir í auknum mæli upp á heimsendingarþjónustu. Að auki hafa hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, stöðvar sjúkraþjálfara og tannlæknastofur þurft að skella í lás sem og líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, söfn og kvikmyndahús. Samkomubannið, sem að óbreyttu gildir til 12. apríl, felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera saman í sama rými. Í matvörubúðum og apótekum verður áfram heimilt að hafa allt að hundrað manns inni í einu en einungis að því gefnu að unnt sé að halda minnst tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Sæta svínið er einn af þeim veitingastöðum í miðbæ Reykjavíkur sem hefur lokað tímabundið.Vísir/Vilhelm Á meðal veitingastaða sem hafa lokað tímabundið í miðbæ Reykjavíkur eru Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, Snaps, Café Paris, Tapas Barinn, Sæta svínið, Apótekið og The Laundromat Café. Þá hefur Mathöllin á Hlemmi einnig lokað en að minnsta kosti þrír veitingastaðir þar bjóða viðskiptavinum upp á heimsendingu og/eða sótt. Þannig er hægt að panta pizzu á Flatey og annað hvort sækja hana á Hlemm eða fá pizzuna senda heim gegn sérstöku heimsendingargjaldi. Einnig er hægt að panta og sækja eða fá sent frá Flatey á Grandagarði en veitingastaðurinn er opinn þar, þó með breyttu sniði þar sem tryggja þarf aðskilnað á milli hópa í samræmi við samkomubannið. „Höggið er mjög þungt“ „Við erum búin að fækka borðunum niður í örfá borð og það er mjög langt á milli þeirra ef fólk vill koma og borða, sem er ekki mikið um, en það eru nokkrir,“ segir Sindri Snær Jensson, eigandi Flatey, en hann á og rekur einnig veitingastaðinn Yuzu á Hverfisgötu og tvær verslanir undir merkjum Húrra Reykjavík við sömu götu. Hann segir Yuzu eiginlega ósjálfrátt hafa orðið að „take away“-stað en veitingasalurinn sé stór þannig að þar eru einnig nokkur borð. Farið sé í öllu eftir ítrustu fyrirmælum frá yfirvöldum um sóttvarnir, fjarlægðarmörk og fjölda fólks inni á staðnum. Þá hefur opnunartími Húrra Reykjavík verið skertur og er nú opið frá 12 til 17 mánudag til laugardags. „Við erum bara að taka einn dag í einu og sjá hvað gerist. Við höfum náttúrulega tekið eftir því að traffíkin hefur snarlega farið niður á við. En svo búum við vel að því að vera með öfluga vefverslun sem við höfum lagt mikið í undanfarin ár. Við sjáum aukningu þar, ekki spurning,“ segir Sindri. Það er ekki slegist um hjólin í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana.Vísir/Vihelm Hann kveðst jákvæður heilt yfir en höggið sé mjög þungt. „Við erum í frekar hörðum slag og þetta er að hafa mjög mikil áhrif á allan okkar rekstur. Við finnum verulega fyrir þessu og höggið er mjög þungt,“ segir Sindri Snær. Veitingastaðurinn Kröst á Hlemmi býður einnig upp á heimsendingar á mat og Skál býður upp á nýjungina Skál eldað heima. „Hugmyndin með Skál eldað heima er að þetta verða máltíðir í anda Skál! sem verða tilbúnar til eldunar/samsetningar og verður sent með frírri heimasendingu á höfuðborgarsvæðinu!“ segir í færslu á Facebook-síðu staðarins. Fjöldi annarra veitingastaða í miðbænum hefur síðan tekið upp á því að bjóða heimsendingu og/eða að maturinn sé sóttur á staðinn eins og sést á þessum lista hér fyrir neðan sem Miðborgin okkar deildi á Facebook í vikunni og hyggst uppfæra reglulega. Mismunandi er hvort veitingastaðirnir séu opnir og séu þá líka að bjóða upp á heimsendingu, eins og er til dæmis tilfellið hjá Prikinu, Eiriksson Brasserie og Hraðlestinni, eða hvort staðirnir hafi lokað tímabundið en bjóði upp á heimsent og/eða sótt. Þannig hefur til dæmis Jómfrúin lokað en mun bjóða upp á heimsendingu og „take away“ alla fimmtudaga til sunnudaga bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Veitingastaðnum Jómfrúin hefur verið lokað en boðið er upp á heimsendingar og take away.Vísir/Vilhelm Sumac á Laugavegi hefur einnig verið lokað en hægt er að panta mat af tveimur matseðlum sem verða í gangi og taka svo matinn með heim. Þá hefur Vínstúkan Tíu sopar líka skellt í lás en hægt er að panta mat og annað hvort fá heimsent eða sækja. Öllum kaffihúsum Te og kaffi hefur síðan verið lokað. Kaffitár er enn með opið en þó skertan opnunartíma. Þá er Jói Fel með bakarí sín opin en dregið hefur úr vöruúrvali þar sem allir bakarar vinna nú annan hvern dag í 50 prósent vinnu. Þá eru bakarí Brauð og co einnig opin, fyrir utan á Hlemmi Mathöll. Opnunartímarnir eru enn sem komið er óbreyttir en þeir gætu þó breyst. Ísbúð Vesturbæjar hefur síðan hafið heimsendingar á ís þar sem ísinn er pantaður í gegnum netið og svo keyrður heim til viðskiptavina. Töluverð breyting á opnunartíma Kringlunnar En það er ekki aðeins í veitingageiranum sem fólk finnur fyrir samdrætti vegna samkomubanns. Verslanir finna einnig vel fyrir fækkun viðskiptavina og hefur verslunum verið lokað, líkt og veitingastöðum, eða þá opnunartími þeirra skertur. Þannig hefur Kringlan skert opnunartíma hússins og er það nú opið frá 11 til 18 mánudaga til föstudaga og frá 11 til 17 á laugardögum. Húsið er svo opið frá 12 til 17 á sunnudögum en sumar verslanir sem eru með opið á virkum dögum og laugardögum hafa margar hverjar hafa því brugðið á það ráð að vera með lokað á sunnudögum. Verslun Vodafone í Kringlunni hefur verið lokað og var verslun 66° Norður einnig lokuð þegar ljósmyndari Vísis var í Kringlunni skömmu fyrir hádegi í dag.Vísir/Vilhelm Á vefsíðu Kringlunnar má nálgast allar upplýsingar um opnunartíma einstakra búða. Þar má sjá að skóverslanirnar Kaupfélagið, Ecco og Steinar Waage hafa lokað tímabundið auk þess sem Eymundsson í norðurhluta Kringlunnar hefur verið lokað. Þá hefur setusvæðinu á Stjörnutorgi verið lokað. Þar af leiðandi hafa nokkrir veitingastaðir lokað einnig, til dæmis Subway, Serrano og Jömm. Hrun í aðsókn Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að Kringlan sjálf hafi gripið til þess ráðs í ástandinu nú að bjóða verslunum upp á það að keyra vöruna heima að dyrum fyrir þá sem eru að selja í gegnum net, síma eða samfélagsmiðla. Þá hafa svokallaðir „smella og sækja“-skápar einnig verið í virkni. Skáparnir virka þannig að verslanir geta afhent vöru sína í gegnum þessa skápa og viðskiptavinir svo sótt vöruna á milli átta á morgnana til tólf á kvöldin sem er að hluta utan hefðbundins opnunartíma. Setusvæðinu á Stjörnutorgi hefur verið lokað.Vísir/Vilhelm Sigurjón segir að enn sem komið er sé ekki mikill munur á aðsókninni í húsið í þessari viku frá því í liðinni viku þegar 100 manna samkomubannið var í gildi. Engu að síður sé hrunið mikið; um helmings samdráttur í aðsókn. Þá hefur fjöldi verslana í Smáralind einnig skert opnunartíma sinn og sumar hverjar hafa tímabundið lokað. Spilavinir hvetja viðskiptavini til að versla í gegnum netið Sé síðan litið til annarra verslana sem ekki eru í verslunarmiðstöðvunum má til dæmis nefna Spilavini í Faxafeni sem sérhæfir sig í spilum og púslum, sem er afþreying sem eflaust margir nýta sér í samkomubanni. Verslunin hefur verið afmörkuð til að fækka smitleiðum svo að nú er ekki hægt að koma og skoða nema þá púslin. Spil eru áfram afgreidd í versluninni en upp á gamla mátann, það er yfir afgreiðsluborðið. Þá hefur opnunartíminn verið styttur og er nú opið frá 13 til 18 á virkum dögum. Eru viðskiptavinir hvattir til að nota vefsíðuna spilavinir.is. Bókabúð Mál og menningar á Laugavegi hefur einnig skert opnunartímann og er nú opið frá 9 til 18 mánudaga til föstudaga og svo 10 til 18 laugardaga til sunnudaga. Breyttur opnunartími byggingarvöruverslana Fyrir þá sem vilja síðan nýta samkomubannið í að dytta að á heimilinu má benda á að opnunartími byggingarvöruverslana hefur einnig verið skertur. Þannig er nú opið í BYKO frá 8 til 16 á virkum dögum og á laugardögum frá 10 til 14. Lokað er á sunnudögum. Mismunandi er síðan hvernig opnunartímanum er háttað í verslunum Húsasmiðjunnar en nálgast má allar upplýsingar um afgreiðslutíma fyrirtækisins á vefsíðu þess hér. Að endingu er lesendum bent á að þessi umfjöllun er langt í frá tæmandi auk þess sem hlutirnir geta breyst hratt, allt eftir tilmælum yfirvalda til að mynda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fjöldi verslana og veitingastaða hafa lokað tímabundið eftir að hert samkomubann tók gildi síðastliðinn mánudag. Verslanir sem enn eru opnar hafa margar hverjar skert opnunartíma sinn og þá bjóða veitingastaðir í auknum mæli upp á heimsendingarþjónustu. Að auki hafa hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, stöðvar sjúkraþjálfara og tannlæknastofur þurft að skella í lás sem og líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, söfn og kvikmyndahús. Samkomubannið, sem að óbreyttu gildir til 12. apríl, felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera saman í sama rými. Í matvörubúðum og apótekum verður áfram heimilt að hafa allt að hundrað manns inni í einu en einungis að því gefnu að unnt sé að halda minnst tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Sæta svínið er einn af þeim veitingastöðum í miðbæ Reykjavíkur sem hefur lokað tímabundið.Vísir/Vilhelm Á meðal veitingastaða sem hafa lokað tímabundið í miðbæ Reykjavíkur eru Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, Snaps, Café Paris, Tapas Barinn, Sæta svínið, Apótekið og The Laundromat Café. Þá hefur Mathöllin á Hlemmi einnig lokað en að minnsta kosti þrír veitingastaðir þar bjóða viðskiptavinum upp á heimsendingu og/eða sótt. Þannig er hægt að panta pizzu á Flatey og annað hvort sækja hana á Hlemm eða fá pizzuna senda heim gegn sérstöku heimsendingargjaldi. Einnig er hægt að panta og sækja eða fá sent frá Flatey á Grandagarði en veitingastaðurinn er opinn þar, þó með breyttu sniði þar sem tryggja þarf aðskilnað á milli hópa í samræmi við samkomubannið. „Höggið er mjög þungt“ „Við erum búin að fækka borðunum niður í örfá borð og það er mjög langt á milli þeirra ef fólk vill koma og borða, sem er ekki mikið um, en það eru nokkrir,“ segir Sindri Snær Jensson, eigandi Flatey, en hann á og rekur einnig veitingastaðinn Yuzu á Hverfisgötu og tvær verslanir undir merkjum Húrra Reykjavík við sömu götu. Hann segir Yuzu eiginlega ósjálfrátt hafa orðið að „take away“-stað en veitingasalurinn sé stór þannig að þar eru einnig nokkur borð. Farið sé í öllu eftir ítrustu fyrirmælum frá yfirvöldum um sóttvarnir, fjarlægðarmörk og fjölda fólks inni á staðnum. Þá hefur opnunartími Húrra Reykjavík verið skertur og er nú opið frá 12 til 17 mánudag til laugardags. „Við erum bara að taka einn dag í einu og sjá hvað gerist. Við höfum náttúrulega tekið eftir því að traffíkin hefur snarlega farið niður á við. En svo búum við vel að því að vera með öfluga vefverslun sem við höfum lagt mikið í undanfarin ár. Við sjáum aukningu þar, ekki spurning,“ segir Sindri. Það er ekki slegist um hjólin í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana.Vísir/Vihelm Hann kveðst jákvæður heilt yfir en höggið sé mjög þungt. „Við erum í frekar hörðum slag og þetta er að hafa mjög mikil áhrif á allan okkar rekstur. Við finnum verulega fyrir þessu og höggið er mjög þungt,“ segir Sindri Snær. Veitingastaðurinn Kröst á Hlemmi býður einnig upp á heimsendingar á mat og Skál býður upp á nýjungina Skál eldað heima. „Hugmyndin með Skál eldað heima er að þetta verða máltíðir í anda Skál! sem verða tilbúnar til eldunar/samsetningar og verður sent með frírri heimasendingu á höfuðborgarsvæðinu!“ segir í færslu á Facebook-síðu staðarins. Fjöldi annarra veitingastaða í miðbænum hefur síðan tekið upp á því að bjóða heimsendingu og/eða að maturinn sé sóttur á staðinn eins og sést á þessum lista hér fyrir neðan sem Miðborgin okkar deildi á Facebook í vikunni og hyggst uppfæra reglulega. Mismunandi er hvort veitingastaðirnir séu opnir og séu þá líka að bjóða upp á heimsendingu, eins og er til dæmis tilfellið hjá Prikinu, Eiriksson Brasserie og Hraðlestinni, eða hvort staðirnir hafi lokað tímabundið en bjóði upp á heimsent og/eða sótt. Þannig hefur til dæmis Jómfrúin lokað en mun bjóða upp á heimsendingu og „take away“ alla fimmtudaga til sunnudaga bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Veitingastaðnum Jómfrúin hefur verið lokað en boðið er upp á heimsendingar og take away.Vísir/Vilhelm Sumac á Laugavegi hefur einnig verið lokað en hægt er að panta mat af tveimur matseðlum sem verða í gangi og taka svo matinn með heim. Þá hefur Vínstúkan Tíu sopar líka skellt í lás en hægt er að panta mat og annað hvort fá heimsent eða sækja. Öllum kaffihúsum Te og kaffi hefur síðan verið lokað. Kaffitár er enn með opið en þó skertan opnunartíma. Þá er Jói Fel með bakarí sín opin en dregið hefur úr vöruúrvali þar sem allir bakarar vinna nú annan hvern dag í 50 prósent vinnu. Þá eru bakarí Brauð og co einnig opin, fyrir utan á Hlemmi Mathöll. Opnunartímarnir eru enn sem komið er óbreyttir en þeir gætu þó breyst. Ísbúð Vesturbæjar hefur síðan hafið heimsendingar á ís þar sem ísinn er pantaður í gegnum netið og svo keyrður heim til viðskiptavina. Töluverð breyting á opnunartíma Kringlunnar En það er ekki aðeins í veitingageiranum sem fólk finnur fyrir samdrætti vegna samkomubanns. Verslanir finna einnig vel fyrir fækkun viðskiptavina og hefur verslunum verið lokað, líkt og veitingastöðum, eða þá opnunartími þeirra skertur. Þannig hefur Kringlan skert opnunartíma hússins og er það nú opið frá 11 til 18 mánudaga til föstudaga og frá 11 til 17 á laugardögum. Húsið er svo opið frá 12 til 17 á sunnudögum en sumar verslanir sem eru með opið á virkum dögum og laugardögum hafa margar hverjar hafa því brugðið á það ráð að vera með lokað á sunnudögum. Verslun Vodafone í Kringlunni hefur verið lokað og var verslun 66° Norður einnig lokuð þegar ljósmyndari Vísis var í Kringlunni skömmu fyrir hádegi í dag.Vísir/Vilhelm Á vefsíðu Kringlunnar má nálgast allar upplýsingar um opnunartíma einstakra búða. Þar má sjá að skóverslanirnar Kaupfélagið, Ecco og Steinar Waage hafa lokað tímabundið auk þess sem Eymundsson í norðurhluta Kringlunnar hefur verið lokað. Þá hefur setusvæðinu á Stjörnutorgi verið lokað. Þar af leiðandi hafa nokkrir veitingastaðir lokað einnig, til dæmis Subway, Serrano og Jömm. Hrun í aðsókn Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að Kringlan sjálf hafi gripið til þess ráðs í ástandinu nú að bjóða verslunum upp á það að keyra vöruna heima að dyrum fyrir þá sem eru að selja í gegnum net, síma eða samfélagsmiðla. Þá hafa svokallaðir „smella og sækja“-skápar einnig verið í virkni. Skáparnir virka þannig að verslanir geta afhent vöru sína í gegnum þessa skápa og viðskiptavinir svo sótt vöruna á milli átta á morgnana til tólf á kvöldin sem er að hluta utan hefðbundins opnunartíma. Setusvæðinu á Stjörnutorgi hefur verið lokað.Vísir/Vilhelm Sigurjón segir að enn sem komið er sé ekki mikill munur á aðsókninni í húsið í þessari viku frá því í liðinni viku þegar 100 manna samkomubannið var í gildi. Engu að síður sé hrunið mikið; um helmings samdráttur í aðsókn. Þá hefur fjöldi verslana í Smáralind einnig skert opnunartíma sinn og sumar hverjar hafa tímabundið lokað. Spilavinir hvetja viðskiptavini til að versla í gegnum netið Sé síðan litið til annarra verslana sem ekki eru í verslunarmiðstöðvunum má til dæmis nefna Spilavini í Faxafeni sem sérhæfir sig í spilum og púslum, sem er afþreying sem eflaust margir nýta sér í samkomubanni. Verslunin hefur verið afmörkuð til að fækka smitleiðum svo að nú er ekki hægt að koma og skoða nema þá púslin. Spil eru áfram afgreidd í versluninni en upp á gamla mátann, það er yfir afgreiðsluborðið. Þá hefur opnunartíminn verið styttur og er nú opið frá 13 til 18 á virkum dögum. Eru viðskiptavinir hvattir til að nota vefsíðuna spilavinir.is. Bókabúð Mál og menningar á Laugavegi hefur einnig skert opnunartímann og er nú opið frá 9 til 18 mánudaga til föstudaga og svo 10 til 18 laugardaga til sunnudaga. Breyttur opnunartími byggingarvöruverslana Fyrir þá sem vilja síðan nýta samkomubannið í að dytta að á heimilinu má benda á að opnunartími byggingarvöruverslana hefur einnig verið skertur. Þannig er nú opið í BYKO frá 8 til 16 á virkum dögum og á laugardögum frá 10 til 14. Lokað er á sunnudögum. Mismunandi er síðan hvernig opnunartímanum er háttað í verslunum Húsasmiðjunnar en nálgast má allar upplýsingar um afgreiðslutíma fyrirtækisins á vefsíðu þess hér. Að endingu er lesendum bent á að þessi umfjöllun er langt í frá tæmandi auk þess sem hlutirnir geta breyst hratt, allt eftir tilmælum yfirvalda til að mynda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira