Þakklát fyrir að börnin voru ekki í bílnum þegar eldurinn kviknaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 13:00 Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Berglind Guðmundsdóttir segist hafa brotnað niður í samtali sínu við slökkvilið á vettvangi í gær. Mynd úr einkasafni Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira