Sara Björk vill ekkert staðfesta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 17:11 Sara Björk fagnar marki Wolfsburg gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Johannes Simon/UEFA via Getty Images Fyrr í dag greindum við frá því að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, væri á leið til franska stórliðsins Lyon. Hún vill þó ekki staðfesta vistaskiptin en hún er þó á leið frá þýska félaginu Wolfsburg í sumar eftir fjögur farsæl ár. RÚV heyrði í Söru Björk varðandi vistaskiptin en Lyon er án efa stærsta og besta lið Evrópu en liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðastliðin fjögur ár. „Eins og staðan er núna þá ætla ég ekki að staðfesta neitt. Það eru búnir að vera einhverjir orðrómar í fréttum en ekkert sem ég ætla að kommenta á núna,“ sagði Sara Björk í viðtalinu. Hún viðurkenndi þó að það væri mikill heiður að vera orðuð við stórlið á borð við Lyon. „Þetta er bara besta liðið í heiminum og auðvitað má maður vera það.“ Lyon er í raun rökrétt skref upp á við fyrir Söru sem hefur verið í lykilhlutveri hjá Wolfsburg síðan hún kom til liðsins fyrir fjórum árum. Hefur liðið unnið þýsku úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og farið langt í Meistaradeild Evrópu sama tíma. „Ég var búin að ákveða að framlengja ekki samningnum við Wolfsburg eftir sumarið þannig að ég er að fara í sumar. Frakkland, England og Spánn eru spennandi kostir. Á Englandi er mikil þróun í kvennaknattspyrnunni en svo sér maður að allar þessar deildir eru að stækka og verða betri.“ Það verður forvitnilegt að sjá hvort Sara Björk fari til Lyon en þar með væri hún komin í fámennan hóp íslenskra íþróttamanna sem hafa leikið með bestu liðum Evrópu, og jafnvel heims, í sinni íþrótt. Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Fyrr í dag greindum við frá því að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, væri á leið til franska stórliðsins Lyon. Hún vill þó ekki staðfesta vistaskiptin en hún er þó á leið frá þýska félaginu Wolfsburg í sumar eftir fjögur farsæl ár. RÚV heyrði í Söru Björk varðandi vistaskiptin en Lyon er án efa stærsta og besta lið Evrópu en liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðastliðin fjögur ár. „Eins og staðan er núna þá ætla ég ekki að staðfesta neitt. Það eru búnir að vera einhverjir orðrómar í fréttum en ekkert sem ég ætla að kommenta á núna,“ sagði Sara Björk í viðtalinu. Hún viðurkenndi þó að það væri mikill heiður að vera orðuð við stórlið á borð við Lyon. „Þetta er bara besta liðið í heiminum og auðvitað má maður vera það.“ Lyon er í raun rökrétt skref upp á við fyrir Söru sem hefur verið í lykilhlutveri hjá Wolfsburg síðan hún kom til liðsins fyrir fjórum árum. Hefur liðið unnið þýsku úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og farið langt í Meistaradeild Evrópu sama tíma. „Ég var búin að ákveða að framlengja ekki samningnum við Wolfsburg eftir sumarið þannig að ég er að fara í sumar. Frakkland, England og Spánn eru spennandi kostir. Á Englandi er mikil þróun í kvennaknattspyrnunni en svo sér maður að allar þessar deildir eru að stækka og verða betri.“ Það verður forvitnilegt að sjá hvort Sara Björk fari til Lyon en þar með væri hún komin í fámennan hóp íslenskra íþróttamanna sem hafa leikið með bestu liðum Evrópu, og jafnvel heims, í sinni íþrótt.
Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15