Traustið og áhrifin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2020 17:54 Þetta gengur yfir. Það er það sem við vitum og bíðum öll eftir. Við erum öll að leggja okkar af mörkum. Hvert og eitt okkar. Það er í aðstæðum sem þessum sem við finnum svo áþreifanlega hversu miklu máli skiptir hvernig við sem einstaklingar bregðumst við. Hvaða áhrif við höfum í raun og veru, sem í amstri daganna virðist frekar óljóst og óáþreifanlegt. Það eitt og sér ætti að styrkja okkur, valdefla okkur sem einstaklinga og vera okkur hvatning til þess að láta til okkar taka í þágu samfélagsins. Núna en líka seinna. Mennskan ræður för. Ég trúi því að þessi óumbeðni veruleiki sem reynir á okkur skili okkur einfaldlega sem betri manneskjum aftur út í samfélagið. Þar sem við virkjum mennskuna í okkur öllum og förum að hlúa betur að mjúku málunum. Velferð einstaklinganna í þágu þroskaðra samfélags sem getur haldið áfram að þróast í samvinnu og trausti. Traust er svo ótrúlegt tæki til valdeflingar. Við tökum eftir því hvernig við setjum allt á traust á þær mikilvægu aðgerðir sem við beitum til að vinna gegn ástandinu. Þau sem gefa okkur tilmælin segja okkur hvað er best að gera og þau treysta því að við gerum nákvæmlega það og ekkert annað. Og það er að virka. Magnað. Æfingin skapar meistarann. Nú þegar við æfum okkur í þessu mikilvæga trausti gefur það okkur svo frábært tækifæri til að taka þá lexíu með okkur inn í öll þau verkefni sem bíða okkar í samfélaginu. Til þess að ná alla leið verðum við að vera heiðarleg og einlæg í samskiptum og vinda ofan af öllum snúningum um það sem engu skiptir. Veðjum á mennskuna og mjúku málin. Við getum alltaf bætt okkur sem manneskjur og gert þannig samfélagið okkar betra. Góðar manneskjur láta sig varða um lífsgæði annarra og styðja þá sem á þurfa að halda og efla þannig samfélag allra. Valdefling einstaklingsins er hverju samfélagi dýrmæt. Ég vona að æfingin í traustinu og krafturinn sem við finnum, þegar við tökum því hlutverki okkar af ábyrgð að vera hvert og eitt almannavarnir, leiði okkur á enn betri stað. Til enn meiri samstöðu og kjarks til að takast á við verkefni samfélagsins, öllum til hagsbóta. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Sjá meira
Þetta gengur yfir. Það er það sem við vitum og bíðum öll eftir. Við erum öll að leggja okkar af mörkum. Hvert og eitt okkar. Það er í aðstæðum sem þessum sem við finnum svo áþreifanlega hversu miklu máli skiptir hvernig við sem einstaklingar bregðumst við. Hvaða áhrif við höfum í raun og veru, sem í amstri daganna virðist frekar óljóst og óáþreifanlegt. Það eitt og sér ætti að styrkja okkur, valdefla okkur sem einstaklinga og vera okkur hvatning til þess að láta til okkar taka í þágu samfélagsins. Núna en líka seinna. Mennskan ræður för. Ég trúi því að þessi óumbeðni veruleiki sem reynir á okkur skili okkur einfaldlega sem betri manneskjum aftur út í samfélagið. Þar sem við virkjum mennskuna í okkur öllum og förum að hlúa betur að mjúku málunum. Velferð einstaklinganna í þágu þroskaðra samfélags sem getur haldið áfram að þróast í samvinnu og trausti. Traust er svo ótrúlegt tæki til valdeflingar. Við tökum eftir því hvernig við setjum allt á traust á þær mikilvægu aðgerðir sem við beitum til að vinna gegn ástandinu. Þau sem gefa okkur tilmælin segja okkur hvað er best að gera og þau treysta því að við gerum nákvæmlega það og ekkert annað. Og það er að virka. Magnað. Æfingin skapar meistarann. Nú þegar við æfum okkur í þessu mikilvæga trausti gefur það okkur svo frábært tækifæri til að taka þá lexíu með okkur inn í öll þau verkefni sem bíða okkar í samfélaginu. Til þess að ná alla leið verðum við að vera heiðarleg og einlæg í samskiptum og vinda ofan af öllum snúningum um það sem engu skiptir. Veðjum á mennskuna og mjúku málin. Við getum alltaf bætt okkur sem manneskjur og gert þannig samfélagið okkar betra. Góðar manneskjur láta sig varða um lífsgæði annarra og styðja þá sem á þurfa að halda og efla þannig samfélag allra. Valdefling einstaklingsins er hverju samfélagi dýrmæt. Ég vona að æfingin í traustinu og krafturinn sem við finnum, þegar við tökum því hlutverki okkar af ábyrgð að vera hvert og eitt almannavarnir, leiði okkur á enn betri stað. Til enn meiri samstöðu og kjarks til að takast á við verkefni samfélagsins, öllum til hagsbóta. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar