Fótbolti

Mikael framlengdi við Midtjylland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mikael á landsliðsæfingu á dögunum
Mikael á landsliðsæfingu á dögunum vísir/vilhelm
Mikael Anderson, U21 árs landsliðsmaður Íslands, framlengdi í dag samning sinn við danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland til fjögurra ára.

Kantmaðurinn Mikael er 21 árs gamall en hann gekk til liðs við danska félagið árið 2016. Hann hefur á síðustu árum verið á láni hjá danska liðinu Vendsyssel og hollenska liðinu Exelsior.

Nýi samningurinn bindur Mikael hjá Midtjylland til sumarsins 2023.

Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir átta umferðir, stigi meira en FC Kaupmannahöfn. Af þessum átta leikjum hefur Mikael spilað sjö og skorað eitt mark.

Þá hefur hann spilað tólf leiki með U21 árs landsliði Íslands og hann á einn A-landsliðsleik frá vináttuleik við Indónesíu í janúar 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×