Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2020 19:00 Alþingismenn bíða eftir að komast inn í þingsal til að greiða atkvæði um frumvarp um aðgerðarátælun vegna kórónuveirunnar. Vísir Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. Ólíklegt þykir að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar sem hljóða upp á 30 milljarða verði samþykktar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim pakka sem stendur til að afgreiða í dag hljóða upp á tæplega 26 milljarða að teknu tilliti til breytingatillagna sem gera ráð fyrir um 4,6 milljarða aukningu frá því sem gert var ráð fyrir í fyrstu umræðu. Af þeim sex málum sem voru á dagskrá Alþingis í dag er einna fyrirferðarmestur bandormurinn svokallaði, frumvarp um ýmsar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar kórónuveirufaraldursins, umræða um fjáraukalög 2020 og þingsályktun um sérstakt fjárfestingaátak. Málin taka nokkrum breytingum frá því sem kynnt var við fyrstu umræðu í síðustu viku þar. Þar var gert ráð fyrir um 21,1 milljarði en við bætast hátt í 5 milljarðar samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar. Þannig er gert ráð fyrir að hækka framlög til fjárfestinga um tæpa þrjá milljarða, einum milljarði til viðbótar verði veitt í heilbrigðiskerfið og þá er gert ráð fyrir fjármagni til að greiða öryrkjum tuttugu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu í sumar. Þá er svigrúm til fyrirtækja til að fresta greiðslum opinberra skatta og gjalda aukið enn frekar svo fátt eitt sé nefnt en þá eru ótaldar þær aðgerðir sem þegar hafa verið samþykktar á borð við hlutabótaleiðina svokölluðu og lög um laun í sóttkví. „Sumum finnst ekki nægilega langt gengið hér og mörgu get ég tekið undir í þeim efnum. Ég hins vegar segi það er alveg ljóst og það hefur öllum nefndarmönnum verið ljóst, að þetta er bara fyrsti leikhluti og ég veit ekki hversu leikhlutarnir verða margir þegar uppi er staðið,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er hann mælti fyrir nefndaráliti vegna bandormsins á Alþingi í dag. Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í fjórum flokkum og hljóða alls upp á 30 milljarða.Vísir/Hafsteinn Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar lögðu í sameiningu fram breytingatillögur sem hljóða upp á þrjátíu milljarða til viðbótar við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þeim færi 9,1 milljarður til nýsköpunar og sprotafyrirtækja, 9 milljarðar í vegaframkvæmdir, 4,6 milljarðar í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar og 7,3 milljarðar til velferðarmála. „Þið ætlist til að við samþykkjum allt frá ykkur, og við gerum það eftir því sem ég best veit, af hverju samþykkið þið ekki eitthvað frá okkur,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðu um fjáraukalög og beindi orðum sínum til stjórnarmeirihlutans. Almennt virðist samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa gengið vel við vinnslu þessara mála á Alþingi þótt skiptar skoðanir séu uppi um ýmis mál. Atkvæðagreiðsla um málið hófst á Alþingi nú klukkan 19 og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér að neðan eða á Alþingisvefnum. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Á Alþingi er nú verið að ræða fjölbreyttar aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiru faraldursins. Aðgerðirnar munu þegar upp er staðið kosta tugi milljarða og jafnvel rúma 200 milljarða sem ríkissjóður þarf að fjármagna með lánum. 30. mars 2020 14:09 Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. 30. mars 2020 12:30 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. Ólíklegt þykir að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar sem hljóða upp á 30 milljarða verði samþykktar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim pakka sem stendur til að afgreiða í dag hljóða upp á tæplega 26 milljarða að teknu tilliti til breytingatillagna sem gera ráð fyrir um 4,6 milljarða aukningu frá því sem gert var ráð fyrir í fyrstu umræðu. Af þeim sex málum sem voru á dagskrá Alþingis í dag er einna fyrirferðarmestur bandormurinn svokallaði, frumvarp um ýmsar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar kórónuveirufaraldursins, umræða um fjáraukalög 2020 og þingsályktun um sérstakt fjárfestingaátak. Málin taka nokkrum breytingum frá því sem kynnt var við fyrstu umræðu í síðustu viku þar. Þar var gert ráð fyrir um 21,1 milljarði en við bætast hátt í 5 milljarðar samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar. Þannig er gert ráð fyrir að hækka framlög til fjárfestinga um tæpa þrjá milljarða, einum milljarði til viðbótar verði veitt í heilbrigðiskerfið og þá er gert ráð fyrir fjármagni til að greiða öryrkjum tuttugu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu í sumar. Þá er svigrúm til fyrirtækja til að fresta greiðslum opinberra skatta og gjalda aukið enn frekar svo fátt eitt sé nefnt en þá eru ótaldar þær aðgerðir sem þegar hafa verið samþykktar á borð við hlutabótaleiðina svokölluðu og lög um laun í sóttkví. „Sumum finnst ekki nægilega langt gengið hér og mörgu get ég tekið undir í þeim efnum. Ég hins vegar segi það er alveg ljóst og það hefur öllum nefndarmönnum verið ljóst, að þetta er bara fyrsti leikhluti og ég veit ekki hversu leikhlutarnir verða margir þegar uppi er staðið,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er hann mælti fyrir nefndaráliti vegna bandormsins á Alþingi í dag. Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í fjórum flokkum og hljóða alls upp á 30 milljarða.Vísir/Hafsteinn Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar lögðu í sameiningu fram breytingatillögur sem hljóða upp á þrjátíu milljarða til viðbótar við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þeim færi 9,1 milljarður til nýsköpunar og sprotafyrirtækja, 9 milljarðar í vegaframkvæmdir, 4,6 milljarðar í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar og 7,3 milljarðar til velferðarmála. „Þið ætlist til að við samþykkjum allt frá ykkur, og við gerum það eftir því sem ég best veit, af hverju samþykkið þið ekki eitthvað frá okkur,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðu um fjáraukalög og beindi orðum sínum til stjórnarmeirihlutans. Almennt virðist samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa gengið vel við vinnslu þessara mála á Alþingi þótt skiptar skoðanir séu uppi um ýmis mál. Atkvæðagreiðsla um málið hófst á Alþingi nú klukkan 19 og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér að neðan eða á Alþingisvefnum.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Á Alþingi er nú verið að ræða fjölbreyttar aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiru faraldursins. Aðgerðirnar munu þegar upp er staðið kosta tugi milljarða og jafnvel rúma 200 milljarða sem ríkissjóður þarf að fjármagna með lánum. 30. mars 2020 14:09 Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. 30. mars 2020 12:30 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Á Alþingi er nú verið að ræða fjölbreyttar aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiru faraldursins. Aðgerðirnar munu þegar upp er staðið kosta tugi milljarða og jafnvel rúma 200 milljarða sem ríkissjóður þarf að fjármagna með lánum. 30. mars 2020 14:09
Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. 30. mars 2020 12:30
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07