Tveimur rænt á sama klukkutímanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2019 06:54 Ungur maður segist hafa verið fluttur gegn vilja í Heiðmörk af tveimur mönnum. Vísir/Vilhelm Tvær frelsissviptingar komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Annars vegar tilkynnti maður um frelsissviptingu/rán klukkan 17 og hins vegar tilkynnti ungur maður um líkamsárás í Heiðmörk um hálftíma síðar. Að því er segir í dagbók lögreglu var maðurinn að aka í Borgartúni þegar tvær manneskju settust inn í bíl hans, kona í framsæti og maður í aftursæti. Mun maðurinn í aftursætinu hafa tekið upp eggvopn og hótað manninum. Konan fór síðan úr bílnum og var manninum sagt að aka á eftir bifreið konunnar. Úr Borgartúninu var farið í hverfi 113 (Grafarholt/Úlfarsárdalur) þar sem ætlunin var að ná peningum af manninum sem ráðist var á með því að taka út úr hraðbanka. Manninum var síðan sagt að aka að heimili sínu þar sem karlmaðurinn sem grunaður er í málinu fylgdi honum inn, stal lyfjum og fleiru. Þegar þeir voru síðan á leið út náði maðurinn sem fyrir árásinni varð að loka útihurðinni á þann grunaða og hringja síðan á lögreglu. Er málið til rannsóknar. Klukkan 17:24 var síðan tilkynnt um líkamsárás í Heiðmörk. Í dagbók lögreglu kemur fram að ungur maður segi tvo menn hafa flutt sig í Heiðmörk þar sem hann var barinn með kylfu og úða beitt á hann. Þá var hann látinn vaða út í Elliðavatn og var orðinn kaldur þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Var farið með manninn á bráðadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Tvær frelsissviptingar komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Annars vegar tilkynnti maður um frelsissviptingu/rán klukkan 17 og hins vegar tilkynnti ungur maður um líkamsárás í Heiðmörk um hálftíma síðar. Að því er segir í dagbók lögreglu var maðurinn að aka í Borgartúni þegar tvær manneskju settust inn í bíl hans, kona í framsæti og maður í aftursæti. Mun maðurinn í aftursætinu hafa tekið upp eggvopn og hótað manninum. Konan fór síðan úr bílnum og var manninum sagt að aka á eftir bifreið konunnar. Úr Borgartúninu var farið í hverfi 113 (Grafarholt/Úlfarsárdalur) þar sem ætlunin var að ná peningum af manninum sem ráðist var á með því að taka út úr hraðbanka. Manninum var síðan sagt að aka að heimili sínu þar sem karlmaðurinn sem grunaður er í málinu fylgdi honum inn, stal lyfjum og fleiru. Þegar þeir voru síðan á leið út náði maðurinn sem fyrir árásinni varð að loka útihurðinni á þann grunaða og hringja síðan á lögreglu. Er málið til rannsóknar. Klukkan 17:24 var síðan tilkynnt um líkamsárás í Heiðmörk. Í dagbók lögreglu kemur fram að ungur maður segi tvo menn hafa flutt sig í Heiðmörk þar sem hann var barinn með kylfu og úða beitt á hann. Þá var hann látinn vaða út í Elliðavatn og var orðinn kaldur þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Var farið með manninn á bráðadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira