Innlent

Friðrik Þór og Elísabet Inga vilja formennsku í Heimdalli

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Friðrik Þór Gunnarsson, nemi í hagfræði, býður sig fram í embætti formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Elísabet Inga Sigurðardóttir, laganemi, býður sig fram í embætti varaformanns.

Ásamt Friðriki Þór og Elísabetu Ingu bjóða sig fram til stjórnar tíu ungmenni á aldrinum 17 til 29 ára, sem hafa komið víða við í félags- og æskulýðsstarfi. Framboðið endurspeglar þá breidd sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir.

Í tilkynningu segir að framboðið sé myndað um frjálslynd gildi og muni tryggja að rödd ungra sjálfstæðismanna heyrist innan sem utan flokksins.

„Með þeirri frjálslyndu ríkisstjórn sem mynduð var í janúarmánuði skapaðist einstakt tækifæri til að gera persónu- og athafnafrelsi hátt undir höfði. Á fyrstu vikunum hefur þessum gildum strax verið teflt í tvísýnu. Verði listinn kosinn mun Heimdallur tryggja að frjálslyndum gildum Sjálfstæðisflokksins verði haldið að ríkisstjórninni. Að auki er mikilvægt að allt ungt, frjálslynt fólk í Reykjavík komi að opnum dyrum hjá Heimdalli. Ég geri ráð fyrir að kosningabaráttan verði heiðarleg og skemmtileg og ég hvet alla sem vilja taka þátt í starfi Heimdallar að hafa samband á Facebook-síðu framboðsins,” er haft eftir Friðriki Þór í tilkynningunni.

Auk Friðriks Þórs og Elísabetar Ingu eru á listanum: 

Aron Freyr Lárusson, viðskiptafræðingur hjá Vodafone, nemi í verðbréfamiðlun og dyravörður.

Einar Karl Jónsson, leikari við Borgarleikhúsið og nemi við Verzlunarskóla Íslands.

Jafet Máni Magnúsarson, leikari og ritari skólafélags Menntaskólans við Sund.

Jónína Sigurðardóttir, nemi í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands og formaður sviðsráðs menntavísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Kristín Lilja Sigurðardóttir, fyrirsæta og formaður femínistafélags skólafélags Menntaskólans við Sund.

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, nemi við Verzlunarskóla Íslands og meðlimur í ritstjórn Verzlunarskólablaðsins.

Oddur Þórðarson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík og starfsmaður Hagstofu Íslands.

Steinar Ingi Kolbeins, nemi og Ármaður skólafélags Menntaskólans við Sund og sjónvarpsfréttaritari Nútímans.

Vaka Vigfúsdóttir, dansari og nemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Þorsteinn Friðrik Halldórsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands, blaðamaður og ritstjóri Hjálma, tímarits hagfræðinema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×