Afar slæmur fyrirboði fyrir flokk Corbyns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Alls var kosið um 4.851 sæti í 88 sveitarstjórnum. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira