Innlent

Kom að karlmanni í annarlegu ástandi inni á lager

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
lls voru bókuð 45 mál í dagbók lögreglu frá klukkan 11 til 17.
lls voru bókuð 45 mál í dagbók lögreglu frá klukkan 11 til 17. Vísir/Eyþór
Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag og alls voru bókuð 45 mál í dagbók lögreglu frá klukkan 11 til 17.

Klukkan 12:02 var óskað eftir aðstoð lögreglu í austurbænum. Iðnaðarmaður hafði komið að karlmanni í annarlegu ástandi inni á lager hjá sér. Var ljóst að maðurinn hefði verið þar inn í einhvern tíman. Var allt á rúi og stúi eftir manninn, búið að róta mikið til en ekki er talið að neinu hafi verið stolið. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Þá barst lögreglunni tilkynning um óðan mann í íbúð í austurbænum klukkan 13. Þar hafði gestkomandi maður á þrítugsaldri tekið æðiskast inni í íbúðinni, brotið spegil og hent hlutum á víð og dreif. Að lokum réðst maðurinn á húsráðanda sem var að reyna að vísa honum út. Var maðurinn handtekinn af lögreglu og vistaður í fangageymslu og árásarþoli fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Þá var tilkynnt um reiðhjólaslys í vesturbænum klukkan 11:23 í morgun. Reiðhjólamaður var að hjóla framúr öðrum þegar þeir lentu saman og féllu báðir af reiðhjólunum. Sá sem ætlaði framúr slasaðist illa á hendi og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Hinn reyndist óslasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×