Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 16:25 Loftmengun í Kænugarði í Úkraínu var ein sú mesta í heiminum í apríl. Yfirvöld ráðlögðu borgarbúum þá að halda sig inni við með lokaða glugga. WHO telur loftmengun ábyrga fyrir milljónum dauðsfalla á hverju ári. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira