Enski boltinn

United og City í baráttunni um ungan Brassa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Forráðamenn Manchester United eru reyðubúnir að borga meira fyrir Brassann Gabriel Jesus en grannar þeirra í Manchester City og Real Madrid og PSG.

Þessi 19 ára drengur er gríðarlega eftirsóttur af stóru liðunum og hefur hingað til verið talið að Manchester City sé tilbúið að borga mest en svo virðist ekki.

Samkvæmt fjölmiðlum ytra er United tilbúið að greiða rúmlega 29 milljónir punda fyrir leikmanninn og ná honum frá grönnum þeirra í City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×