Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forstjóri Landspítalans segir nauðsynlegt að auka fjárframlög til spítalans um tugi milljarða til að koma í veg fyrir niðurskurð á þjónustu. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Matthíasson forstjóra spítalans.

Einnig verður sagt frá niðurstöðu yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem úrskurðaði í dag um gildi framboðslista og kjörgengi frambjóðenda fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Við segjum einnig frá tveimur nýjum togurum sem bættust við skipaflota landsmanna nú um helgina og verðum í beinni frá Allir geta dansað en úrslitin ráðast í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×