Enski boltinn

Mourinho: Pogba er tilbúinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, staðfesti í dag að Paul Pogba myndi spila með liðinu gegn Southampton á morgun.

Pogba, sem er dýrasti leikmaður allra tíma, var í banni er United hóf leiktíðina um síðustu helgi en má nú spila.

Mourinho virðist þó ekki ætla að láta hann spila heilan leik né virðist hann búast við of miklu í fyrsta leiknum.

„Hann er tilbúinn. Kannski gæti ég kallað hann besta miðjumann heims en ég er ekki að búast við því að hann skori eitthvað undramark í leiknum. Ég býst við því að hann gefi boltann í rétta átt með sinni fyrstu snertingu,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag.

„Paul er búinn að æfa með okkur í rúma viku. Það er auðvelt fyrir hann að aðlagast því hann þekkir allt og alla hjá félaginu. Hann þarf í raun ekki að aðlagast neinu.

„Hann þarf aftur á móti tíma til þess að komast í stand eftir fríið og til þess að skilja hvernig liðið spilar. Hann er því tilbúinn en ég hef ekki trú á því að hann spili í 90 mínútur.“


Tengdar fréttir

Rappað um Pogba sem verður númer sex

Pogba hrósar sér af því að hafa hent Íslandi af EM í rapplagi sem var gefið út í nótt í tilefni að því að Pogba fór aftur til Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×