Erlent

Trump vill takmarka viðskipti við Kúbu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Donald Trump vill takmarka ferðlög Bandaríkjamanna til Kúbu.
Donald Trump vill takmarka ferðlög Bandaríkjamanna til Kúbu. Vísir/AFP
Donald Trump bandaríkjaforseti sagðist í dag vilja takmarka ferðalög Bandaríkjamanna við Kúbu og viðskipti milli Bandaríkjanna og hersins á Kúbu. Reuters greinir frá því að hann vilji afboða „hræðileg og afvegaleidda samning“ Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, við Havana.

Trump hélt ræðu í Miami í Flórídaríki þar sem hann skrifaði undir tilskipun þess efnis að takmarka að einhverju leiti hluta af samningi Obama við Kúbu sem var saminn eftir fundi leiðtoga ríkjanna tveggja árið 2014.

Trump mun þó leyfa einhverjum af breytingum Obama að standa. Bandaríkin munu til dæmis áfram vera með sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu.

„Við munum ekki þegja lengur þegar við stöndum frammi fyrir kúgun kommúnisma,“ sagði Trump á fundinum. „Ég hætti strax við einhliða samning síðustu ríkisstjórnar við Kúbu,“ sagði hann og talaði svo illa um ríkisstjórn Raul Castro, forseta Kúbu.

Trump vill viðhalda langtíma banni á að Bandaríkjamenn fari til Kúbu sem ferðamenn og vill koma í veg fyrir að bandarískir dollarar séu notaðir til að fjármagna her Kúbu.

Fyrr í dag fór Trump á Twitter og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti.

„Maðurinn sem sagði mér að reka forstjóra FBI er núna að rannsaka mig fyrir að hafa rekið forstjórann! Nornaveiðar,“ segir Trump í tísti sínu. 


Tengdar fréttir

Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti.

Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar

Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“.

Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar

Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×