Innlent

Fimm ný smit bætast við

Kjartan Kjartansson skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða. Myndin er úr safni.
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.778 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um fimm á milli daga.

Alls eru nú 25 innlagðir á sjúkrahús og fimm á gjörgæslu vegna Covid-19. Þá hafa 1.417 náð bata. 1.026 einstaklingar eru í sóttkví og 351 í einangrun og hefur fækkað í báðum hópum undanfarna daga. 18.253 hafa lokið sóttkví. Tekin hafa verið 43.831 sýni.

Smitum fjölgaði um tvö á milli daga í gær en þá bættust óvenjufá sýni við, aðeins tæplega 400. Um sjö hundruð ný sýni bættust við í dag frá því í gær.

Tíu eru sagðir hafa látist af völdum Covid-19 á vefsíðunni. Tilkynnt var um nýjasta dauðsfallið á hjúkrunarheimilinu Bergi á Vestfjörðum í gær.

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×