Enski boltinn

Fyrrum leik­maður Man. United sann­færði Mina­mino að ganga í raðir Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Minamino verður væntanlega Englandsmeistari í vor.
Minamino verður væntanlega Englandsmeistari í vor. vísir/getty

Takumi Minamino, sem gekk í raðir Liverpool í janúar, segir að hann hafi rætt við landa sinn Shinji Kagawa áður en hann færði sig yfir til Bítlaborgarinnar í janúar.

Þessi 25 ára gamli vængmaður gekk í raðir Liverpool fyrir rúmar sjö milljónir punda frá Salzburg í janúarglugganum eftir að hafa vakið athygli í Meistaradeildinni.

Hann hefur leikið fjóra leiki með Liverpool en ekki náð að skora né leggja upp. Hann segist hafa rætt við Shinji Kagawa, fyrrum leikmann Man. United, áður en hann gekk í raðir Liverpool en Kagawa lék undir stjórn Jurgen Klopp hjá Dortmund.







„Ég talaði við Maya Yoshida hjá Southampton en ég talaði ekki um Liverpool. Ég sagði bara að ég væri að koma í ensku úrvalsdeildina en ekki að ég væri að koma í Liverpool!“ sagði Minamino við leikskrá Liverpool.

„Ég talaði einnig við Shinji Kagawa þar sem hann spilaði fyrir Klopp hjá Dortmund. Klopp talaði við mig um Shinji og Shinji talaði um Klopp. Það sem ég heyrði var að samband þeirra var mjög gott.“

„Shinji sagði að Klopp væri einn besti stjóri í heiminum og núna er ég hérna og ég hef einnig uppgötvað að hann er einn besti stjórinn í boltanum,“ sagði Japaninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×