Starfsmaður á útvarpsstöð ESPN í Cleveland missti sig algjörlega á dögunum og hefur nú verið sendur í leyfi. Ekki er víst að hann fái að koma til baka úr því leyfi.
Sá heitir Tony Grossi og hann kallaði leikstjórnanda Cleveland Browns, Baker Mayfield, „helvítis dverg“ í útsendingu. Það fór ekki vel ofan í mannskapinn.
Verið var að ræða leikstjórnendur sem Cleveland hefði getað fengið frekar en Heisman-verðlaunahafann sem Browns valdi númer eitt í nýliðavalinu 2018.
„Carson Wentz, DeShaun Watson, Patrick Mahomes og nú Joe Burrow. Hvað erum við svo með? Helvítis dverg,“ sagði Grossi heitur en það voru hans síðustu orð í útvarpinu í bili.
