Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 23:00 Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Vísir Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af 1544 útdeilingu listamannalauna en breytingarnar bjóða upp á ýmsa möguleika. „Okkur lýst mjög vel á þetta, við höfum alltaf haldið því fram að þetta sé besta fjárfestingin í listsköpun í landinu að beina því sem næst starfseminni. Það hefur sýnt sig og við höfum áratuga reynslu af því. Þetta eru peningar sem skila sér fljótt og örugglega og slá á ótta og kvíða, auka framleiðni og stækka hugmyndaheiminn,“ sagði Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna í samtali við fréttastofu í dag. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið listamönnum erfiðir og sagði Erlingur marga hafa leitað til Bandalags íslenskra listamanna og lýst yfir áhyggjum. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt og við skulum átta okkur á því að listamenn missa kannski vinnuna núna nokkuð reglulega, það er eðli þeirra starfa en viðbragðið hefur alltaf verið að þegar þú missir vinnuna þá ferðu út og býrð eitthvað til.“ Aðstæðurnar hafi þó breyst, listamenn hafi hingað til getað „farið út og búið til“ en nú hafi aðstæðurnar verið þannig að enginn sé til að hlusta eða horfa og þeirri leið hafi verið nánast lokað. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt ástand en við teljum þetta: Ef þú vilt eiga góða viðspyrnu þegar þokuna léttir þá skaltu fjárfesta í þessum hugmyndaheimi og mannauði sem býr í öllu listamannaumhverfinu.“ Hann sagðist gera ráð fyrir því að útdeiling þessa fés muni fara fram að sama hætti og listamannalaunum hefur verið útdeilt hingað til. Listamenn þurfi því að sækja um eins og hefð er fyrir. „Við eigum kerfi og kerfið okkar gengur út á það að fólk sækir um á grunni verkefna sinna og fyrri starfa og hvernig það er statt í sínu ferli og það verður kannski ekkert hjá því komist að fara í gegnum nákvæmlega þetta sama ferli en það er enginn skortur á hugmyndum, ég skal alveg lofa þér því,“ sagði Erling. Þá sagði hann mikið óöryggi hafa verið meðal listamanna, aðeins brotabrot þeirra séu fastráðnir og hafi því fáir öryggisnet á svona tímum. „Stærstur hluti listamanna er ekki bara þessi hópur listamanna sem er að vinna í grunnfrumsköpunarstarfinu. Þetta dreifir sér í gegn um öll nýsköpunarfyrirtæki, kvikmyndabransann, hönnunarbransann, inn í alls konar framleiðslu og nýsköpun. Allir eiginlega á þessum einyrkjasamningum og í þessu einyrkjaumhverfi þannig að þetta er búið að afhjúpa gríðarlega marga veikleika í okkar umhverfi og kannski nær orðið langt út fyrir atvinnuumhverfi listamanna.“ Listamannalaun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Leggur til að listamannalaun verði tífölduð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag grein á Vísi þar sem hann lagði til að listamannalaun yrðu tífölduð. 13. apríl 2020 11:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af 1544 útdeilingu listamannalauna en breytingarnar bjóða upp á ýmsa möguleika. „Okkur lýst mjög vel á þetta, við höfum alltaf haldið því fram að þetta sé besta fjárfestingin í listsköpun í landinu að beina því sem næst starfseminni. Það hefur sýnt sig og við höfum áratuga reynslu af því. Þetta eru peningar sem skila sér fljótt og örugglega og slá á ótta og kvíða, auka framleiðni og stækka hugmyndaheiminn,“ sagði Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna í samtali við fréttastofu í dag. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið listamönnum erfiðir og sagði Erlingur marga hafa leitað til Bandalags íslenskra listamanna og lýst yfir áhyggjum. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt og við skulum átta okkur á því að listamenn missa kannski vinnuna núna nokkuð reglulega, það er eðli þeirra starfa en viðbragðið hefur alltaf verið að þegar þú missir vinnuna þá ferðu út og býrð eitthvað til.“ Aðstæðurnar hafi þó breyst, listamenn hafi hingað til getað „farið út og búið til“ en nú hafi aðstæðurnar verið þannig að enginn sé til að hlusta eða horfa og þeirri leið hafi verið nánast lokað. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt ástand en við teljum þetta: Ef þú vilt eiga góða viðspyrnu þegar þokuna léttir þá skaltu fjárfesta í þessum hugmyndaheimi og mannauði sem býr í öllu listamannaumhverfinu.“ Hann sagðist gera ráð fyrir því að útdeiling þessa fés muni fara fram að sama hætti og listamannalaunum hefur verið útdeilt hingað til. Listamenn þurfi því að sækja um eins og hefð er fyrir. „Við eigum kerfi og kerfið okkar gengur út á það að fólk sækir um á grunni verkefna sinna og fyrri starfa og hvernig það er statt í sínu ferli og það verður kannski ekkert hjá því komist að fara í gegnum nákvæmlega þetta sama ferli en það er enginn skortur á hugmyndum, ég skal alveg lofa þér því,“ sagði Erling. Þá sagði hann mikið óöryggi hafa verið meðal listamanna, aðeins brotabrot þeirra séu fastráðnir og hafi því fáir öryggisnet á svona tímum. „Stærstur hluti listamanna er ekki bara þessi hópur listamanna sem er að vinna í grunnfrumsköpunarstarfinu. Þetta dreifir sér í gegn um öll nýsköpunarfyrirtæki, kvikmyndabransann, hönnunarbransann, inn í alls konar framleiðslu og nýsköpun. Allir eiginlega á þessum einyrkjasamningum og í þessu einyrkjaumhverfi þannig að þetta er búið að afhjúpa gríðarlega marga veikleika í okkar umhverfi og kannski nær orðið langt út fyrir atvinnuumhverfi listamanna.“
Listamannalaun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Leggur til að listamannalaun verði tífölduð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag grein á Vísi þar sem hann lagði til að listamannalaun yrðu tífölduð. 13. apríl 2020 11:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47
Leggur til að listamannalaun verði tífölduð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag grein á Vísi þar sem hann lagði til að listamannalaun yrðu tífölduð. 13. apríl 2020 11:28