Hreinsa hálfs tonns nammibar og bjóða heimsendingu ef keypt er kíló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 08:42 Nammibarinn hjá Iceland nýtur mikilla vinsælda. Þess vegna urðu margir svekktir þegar honum var lokað á dögunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Verslunarkeðjan Iceland hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum. Sökum kórónuveirufaraldursins þurfti Iceland líkt og fleiri verslanir að loka öllum nammibörum í forvarnarskyni. Hafa þó nokkrir viðskiptavinir lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. „Við eigum dygga viðskiptavini sem hafa um árabil getað gengið að nammibarnum vísum og okkur þykir mjög leitt að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa Iceland býður viðskiptavinum upp á heimsendingu á vörum í versluninni. Hingað til hefur þó ekki verið boðið upp á heimsendingu úr nammibarnum. Það hefur ekki staðið til að sögn Ingibjargar en í ljósi þess að um hálft tonn af sælgæti úr nammibarnum situr á lager var ákveðið að bjóða viðskiptavinum upp á einstakt tilboð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa. „Við ætlum að bjóða viðskiptavinum sælgætið í heimsendingu. Við bjóðum kíló af nammi úr nammibarnum á þúsund krónur í heimsendingu,“ segir Ingibjörg. Hún viðurkennir að það sé auðvitað hagur verslunarinnar að selja sælgætið áður en síðasti neysludagur rennur upp. Engin leið sé að spá fyrir um hvenær nammibarinn verði opnaður aftur enda miklir óvissutímar. Hægt er að panta af nammibarnum á þessum frábæru kjörum, sem svarar til 80% afsláttar, með því að fara inn á heimsíðu Iceland, icelandbudir.is. Boðið er upp á brjóstsykur, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði og þarf að taka fram hverjar þeirra nammitegunda eiga að rata í pokann. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Við ætlum að klára lagerinn í dag og höfum þetta þess vegna ódýrt. Vonandi kemur þetta að einhverju leyti til móts við viðskiptavini okkar. Við vonumst til að létta lund einhverra á þessum viðsjárverðu tímum,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Verslunarkeðjan Iceland hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum. Sökum kórónuveirufaraldursins þurfti Iceland líkt og fleiri verslanir að loka öllum nammibörum í forvarnarskyni. Hafa þó nokkrir viðskiptavinir lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. „Við eigum dygga viðskiptavini sem hafa um árabil getað gengið að nammibarnum vísum og okkur þykir mjög leitt að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa Iceland býður viðskiptavinum upp á heimsendingu á vörum í versluninni. Hingað til hefur þó ekki verið boðið upp á heimsendingu úr nammibarnum. Það hefur ekki staðið til að sögn Ingibjargar en í ljósi þess að um hálft tonn af sælgæti úr nammibarnum situr á lager var ákveðið að bjóða viðskiptavinum upp á einstakt tilboð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa. „Við ætlum að bjóða viðskiptavinum sælgætið í heimsendingu. Við bjóðum kíló af nammi úr nammibarnum á þúsund krónur í heimsendingu,“ segir Ingibjörg. Hún viðurkennir að það sé auðvitað hagur verslunarinnar að selja sælgætið áður en síðasti neysludagur rennur upp. Engin leið sé að spá fyrir um hvenær nammibarinn verði opnaður aftur enda miklir óvissutímar. Hægt er að panta af nammibarnum á þessum frábæru kjörum, sem svarar til 80% afsláttar, með því að fara inn á heimsíðu Iceland, icelandbudir.is. Boðið er upp á brjóstsykur, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði og þarf að taka fram hverjar þeirra nammitegunda eiga að rata í pokann. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Við ætlum að klára lagerinn í dag og höfum þetta þess vegna ódýrt. Vonandi kemur þetta að einhverju leyti til móts við viðskiptavini okkar. Við vonumst til að létta lund einhverra á þessum viðsjárverðu tímum,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira