Tyrkir og sýrlenski stjórnarherinn í hár saman Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 09:20 Frá Idlib í Sýrlandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Sex sýrlenskir stjórnarhermenn eru sagðir hafa fallið í hefndaraðgerðum tyrkneska hersins vegna fjögurra tyrkneskra hermanna sem féllu í sprengikúluregni í norðurhluta Sýrlands. Recep Erdogan Tyrklandsforseti heldur því fram að mun fleiri sýrlenskir hermenn hafi fallið. Skærurnar hófust eftir að sýrlenski stjórnarherinn skaut sprengikúlum að tyrkneskum hermönnum í Idlib-héraði. Tyrkir halda því fram að ráðist hafi verið á þá þrátt fyrir að sýrlenskum yfirvöldum hafi verið tilkynnt um liðsflutninga fyrir fram. Idlib er síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Rússar, sem styðja ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta, halda því fram að þeir hafi ekki fengið viðvörun um liðsflutninga Tyrkja og því hafi verið ráðist á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tyrkneski herinn brást við með stórskotaliðsárás á stjórnarherinn. Erdogan fullyrðir að hann hafi hæft 46 skotmörk og að 30 til 35 sýrlenskir hermenn hafi fallið. Lagði forsetinn þó engar sannanir fram um það, að sögn AP-fréttastofunnar. Sýrlenski stjórnarherinn sækir nú fram gegn uppreisnarmönnunum í Idlib og Aleppo. Tyrkneskir hermenn hafa verið á svæðinu til að framfylgja vopnahléi sem var þar í gildi en fór út um þúfur. Grunnt hefur verið á því góða á milli tyrkneskra og sýrlenskra stjórnvalda frá upphafi borgarastríðsins árið 2011. Stjórnvöld í Damaskus saka Tyrki um að grafa undan öryggi í landinu með því að leyfa þúsundum erlendra vígamanna að streyma þangað inn til að taka þátt í stríði gegn sýrlenska hernum. Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Sex sýrlenskir stjórnarhermenn eru sagðir hafa fallið í hefndaraðgerðum tyrkneska hersins vegna fjögurra tyrkneskra hermanna sem féllu í sprengikúluregni í norðurhluta Sýrlands. Recep Erdogan Tyrklandsforseti heldur því fram að mun fleiri sýrlenskir hermenn hafi fallið. Skærurnar hófust eftir að sýrlenski stjórnarherinn skaut sprengikúlum að tyrkneskum hermönnum í Idlib-héraði. Tyrkir halda því fram að ráðist hafi verið á þá þrátt fyrir að sýrlenskum yfirvöldum hafi verið tilkynnt um liðsflutninga fyrir fram. Idlib er síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Rússar, sem styðja ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta, halda því fram að þeir hafi ekki fengið viðvörun um liðsflutninga Tyrkja og því hafi verið ráðist á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tyrkneski herinn brást við með stórskotaliðsárás á stjórnarherinn. Erdogan fullyrðir að hann hafi hæft 46 skotmörk og að 30 til 35 sýrlenskir hermenn hafi fallið. Lagði forsetinn þó engar sannanir fram um það, að sögn AP-fréttastofunnar. Sýrlenski stjórnarherinn sækir nú fram gegn uppreisnarmönnunum í Idlib og Aleppo. Tyrkneskir hermenn hafa verið á svæðinu til að framfylgja vopnahléi sem var þar í gildi en fór út um þúfur. Grunnt hefur verið á því góða á milli tyrkneskra og sýrlenskra stjórnvalda frá upphafi borgarastríðsins árið 2011. Stjórnvöld í Damaskus saka Tyrki um að grafa undan öryggi í landinu með því að leyfa þúsundum erlendra vígamanna að streyma þangað inn til að taka þátt í stríði gegn sýrlenska hernum.
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira