Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. apríl 2020 23:15 Verkefnum lögreglu hefur fækkað en útköllin eru tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Vísir/Jóhann K. Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Sjá meira
Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Sjá meira