Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. apríl 2020 23:15 Verkefnum lögreglu hefur fækkað en útköllin eru tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Vísir/Jóhann K. Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira