Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 11:15 Hjá GT Akademíunni býðst fólki að setjast undir stýri í ökuhermum og prófa að keyra öfluga sportbíla. GT Akademían Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar og segir eigandi fyrirtækisins að þrátt fyrir ekkert staðfest smit hér á landi sé aldrei of varlega farið. Hann vilji ekki hafa það á samviskunni að einkennalaus smitberi setjist við stýrið í einum af ökuhermum akademíunnar og smiti alla þá sem á eftir honum koma. „Ég vil ekki að GT Akademían verði veirumiðstöð Reykjavíkur,“ segir Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi fyrirtækisins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um að loka fyrirtækinu í fyrradag og sendi hann út tölvupóst til viðskiptavina þess efnis í gær. Þar segir Hinrik að í ljósi þeirrar miklu óvissu sem enn er uppi um umfang og smitleiðir kórónuveirunnar hafi verið ákveðið að loka GT Akademíunni næstu tíu daga. Staðan verði þá endurskoðuð, í samræmi við nýjustu fréttir og fyrirmæli frá sóttvarnayfirvöldum. Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi GT Akademíunnar. Aðspurður hvers vegna tíu dagar hafi orðið fyrir valinu og hvers vegna hann hafi ákveðið að loka núna segist Hinrik telja að næstu dagar marki ákveðin vendipunkt. Íslendingar sem hafa verið á smitsvæðum, t.a.m. á Tenerife, séu nú farnir að fljúga aftur heim og nokkrum Íslendingum hefur þegar verið gert að verja tveimur vikum í sóttkví. Hinrik lýsir hins vegar efasemdum um að þau úrræði sem sóttvarnayfirvöld hafi gripið til séu til þess fallin að sporna við komu veirunnar hingað til lands. Tekur hann þar raunar í sama streng og sóttvarnalæknir og aðrir fulltrúar almannavarna: Það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær kórónaveiran greinist hér á landi, því verði allt kapp lagt á að takmarka útbreiðslu hennar. Hinrik segist ekki vilja taka neina áhættu í þessum efnum. Þó svo að einkenni komi jafnvel ekki fram fyrr ef eftir tvær vikur geta einstaklingar verið að smita út frá sér á meðan. Næstu tíu dagar muni þannig að líkindum leiða í ljós hvort Íslendingar sem komið hafa utan úr heimi séu sýktir. Kæmi einn einkennalaus smitberi í GT Akademíuna, þar sem fólki býðst að prófa háþróaða ökuherma, segir Hinrik að það þurfi ekki frjótt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér útkomuna. Innihaldi tölvupóstsins sem Hinrik sendi á viðskiptavini hefur verið komið fyrir í glugga GT Akademíunnar.Vísir/vilhelm „Það þarf ekki nema einn að koma til mín til að hleypa þessu af stað,“ segir Hinrik. „Mitt fólk er jafnframt nálægt viðskiptavinunum, við hjálpum því í stólana og leiðbeinum þeim oft við aksturinn. Snertingin og nálægðin getur því verið mikil og er starfsfólkið mitt því útsett fyrir veirusmiti,“ bætir hann við. GT Akademían vilji ekki hætta á að verða miðstöð smits á höfuðborgarsvæðinu. Hinrik segist fylgjast vel með fréttum af faraldrinum og ætli sér að gera það áfram. Staðan á lokuninni verði því endurmetin að tíu dögum liðnum og verður reynt að finna annan tíma fyrir viðskiptavini sem von var á á næstu dögum. Hann hvetur alla Íslendinga, viðskiptavini sem og aðra, til að kynna sér vel hvernig megi draga úr líkum á smiti. Það megi til að mynda gera með öflugum handþvotti, sem og að takmarka snertingu við annað fólk eins og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum brýndi fyrir fólki í gær. Í tölvupósti sínum til viðskiptavina hvetur Hinrik viðskiptavini jafnframt til að forast stórar samkomur og flugferðir, áður en hann klykkir út með orðunum: „Við biðjum ykkur vel að lifa og Guð blessi ykkur.“ Bílar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu. 25. febrúar 2020 17:03 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar og segir eigandi fyrirtækisins að þrátt fyrir ekkert staðfest smit hér á landi sé aldrei of varlega farið. Hann vilji ekki hafa það á samviskunni að einkennalaus smitberi setjist við stýrið í einum af ökuhermum akademíunnar og smiti alla þá sem á eftir honum koma. „Ég vil ekki að GT Akademían verði veirumiðstöð Reykjavíkur,“ segir Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi fyrirtækisins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um að loka fyrirtækinu í fyrradag og sendi hann út tölvupóst til viðskiptavina þess efnis í gær. Þar segir Hinrik að í ljósi þeirrar miklu óvissu sem enn er uppi um umfang og smitleiðir kórónuveirunnar hafi verið ákveðið að loka GT Akademíunni næstu tíu daga. Staðan verði þá endurskoðuð, í samræmi við nýjustu fréttir og fyrirmæli frá sóttvarnayfirvöldum. Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi GT Akademíunnar. Aðspurður hvers vegna tíu dagar hafi orðið fyrir valinu og hvers vegna hann hafi ákveðið að loka núna segist Hinrik telja að næstu dagar marki ákveðin vendipunkt. Íslendingar sem hafa verið á smitsvæðum, t.a.m. á Tenerife, séu nú farnir að fljúga aftur heim og nokkrum Íslendingum hefur þegar verið gert að verja tveimur vikum í sóttkví. Hinrik lýsir hins vegar efasemdum um að þau úrræði sem sóttvarnayfirvöld hafi gripið til séu til þess fallin að sporna við komu veirunnar hingað til lands. Tekur hann þar raunar í sama streng og sóttvarnalæknir og aðrir fulltrúar almannavarna: Það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær kórónaveiran greinist hér á landi, því verði allt kapp lagt á að takmarka útbreiðslu hennar. Hinrik segist ekki vilja taka neina áhættu í þessum efnum. Þó svo að einkenni komi jafnvel ekki fram fyrr ef eftir tvær vikur geta einstaklingar verið að smita út frá sér á meðan. Næstu tíu dagar muni þannig að líkindum leiða í ljós hvort Íslendingar sem komið hafa utan úr heimi séu sýktir. Kæmi einn einkennalaus smitberi í GT Akademíuna, þar sem fólki býðst að prófa háþróaða ökuherma, segir Hinrik að það þurfi ekki frjótt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér útkomuna. Innihaldi tölvupóstsins sem Hinrik sendi á viðskiptavini hefur verið komið fyrir í glugga GT Akademíunnar.Vísir/vilhelm „Það þarf ekki nema einn að koma til mín til að hleypa þessu af stað,“ segir Hinrik. „Mitt fólk er jafnframt nálægt viðskiptavinunum, við hjálpum því í stólana og leiðbeinum þeim oft við aksturinn. Snertingin og nálægðin getur því verið mikil og er starfsfólkið mitt því útsett fyrir veirusmiti,“ bætir hann við. GT Akademían vilji ekki hætta á að verða miðstöð smits á höfuðborgarsvæðinu. Hinrik segist fylgjast vel með fréttum af faraldrinum og ætli sér að gera það áfram. Staðan á lokuninni verði því endurmetin að tíu dögum liðnum og verður reynt að finna annan tíma fyrir viðskiptavini sem von var á á næstu dögum. Hann hvetur alla Íslendinga, viðskiptavini sem og aðra, til að kynna sér vel hvernig megi draga úr líkum á smiti. Það megi til að mynda gera með öflugum handþvotti, sem og að takmarka snertingu við annað fólk eins og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum brýndi fyrir fólki í gær. Í tölvupósti sínum til viðskiptavina hvetur Hinrik viðskiptavini jafnframt til að forast stórar samkomur og flugferðir, áður en hann klykkir út með orðunum: „Við biðjum ykkur vel að lifa og Guð blessi ykkur.“
Bílar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu. 25. febrúar 2020 17:03 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu. 25. febrúar 2020 17:03
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14