Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Innan haftasvæðis er öll flugumferð bönnuð utan vísindaflugs Landhelgisgæslunnar. Í nótt var fyrst miðað við að svæðið næði upp í átján þúsund fet, en það var minnkað á sjötta tímanum í morgun.
Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs er enn hið sama og má sjá það merkt inn á meðfylgjandi mynd.
