Frú Vigdís biður Freyju afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2013 16:22 Freyju barst bréf frá Frú Vigdísi í dag og við það hlýnaði henni um hjartarætur. Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, notaði orðið fatlaður um eitthvað sem henni þótti ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, var vonsvikin vegna orðanotkunar Vigdísar í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir um viku. Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni sagðist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“ Freyja segir það lýsa upp myrkrið í huganum og hjartað í dag að henni barst bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur sem bað hana afsökunar á orðavali sínu í sjónvarpinu. "Af miklu æðruleysi og án þess að fara í vörn. Hún hafði hugrekki til þess að leggja við hlustir og læra, eins og henni er væntanlega von og vísa. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Freyja. Í samtali við Vísi segist Freyja vitaskuld ekki vilja vitna beint í bréfið sem væri frá Vigdísi til hennar. „En, hún bað mig afsökunar og sagði að þetta hefði verið óheppilegt og sýndi því fulla virðingu að ég hefði upplifað þetta svona. Ég var ekkert endilega að fara fram á afsökunarbeiðni, mér finnst þetta bara fín áminning um fólk sem er tilbúið að læra. Ef mönnum verður á þá þarf ekki að fara í upphrópunargír. Okkur myndi okkur miða betur og við ná meiri árangri þannig. Mér finnst fallegt og gott að hún skyldi biðjast afsökunar en það sem stendur uppúr í mínum huga er að hún skuli hafa hlustað og vilja bæta þetta. Mér finnst það virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Freyja og lýsir yfir miklu þakklæti fyrir að þetta hafi endað í umræðu, sem var erfið á tímabili en nauðsynleg og orðið öllum til góðs. „Við þurfum að vanda okkur. Umræðan er nauðsynleg. Og þetta líka afhjúpar viðhorf í samfélaginu og auðveldar okkur að finna leiðir til að bæta úr því. Vona að allir geti tekið eitthvað gott með sér úr þessu,“ segir Freyja. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, notaði orðið fatlaður um eitthvað sem henni þótti ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, var vonsvikin vegna orðanotkunar Vigdísar í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir um viku. Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni sagðist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“ Freyja segir það lýsa upp myrkrið í huganum og hjartað í dag að henni barst bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur sem bað hana afsökunar á orðavali sínu í sjónvarpinu. "Af miklu æðruleysi og án þess að fara í vörn. Hún hafði hugrekki til þess að leggja við hlustir og læra, eins og henni er væntanlega von og vísa. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Freyja. Í samtali við Vísi segist Freyja vitaskuld ekki vilja vitna beint í bréfið sem væri frá Vigdísi til hennar. „En, hún bað mig afsökunar og sagði að þetta hefði verið óheppilegt og sýndi því fulla virðingu að ég hefði upplifað þetta svona. Ég var ekkert endilega að fara fram á afsökunarbeiðni, mér finnst þetta bara fín áminning um fólk sem er tilbúið að læra. Ef mönnum verður á þá þarf ekki að fara í upphrópunargír. Okkur myndi okkur miða betur og við ná meiri árangri þannig. Mér finnst fallegt og gott að hún skyldi biðjast afsökunar en það sem stendur uppúr í mínum huga er að hún skuli hafa hlustað og vilja bæta þetta. Mér finnst það virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Freyja og lýsir yfir miklu þakklæti fyrir að þetta hafi endað í umræðu, sem var erfið á tímabili en nauðsynleg og orðið öllum til góðs. „Við þurfum að vanda okkur. Umræðan er nauðsynleg. Og þetta líka afhjúpar viðhorf í samfélaginu og auðveldar okkur að finna leiðir til að bæta úr því. Vona að allir geti tekið eitthvað gott með sér úr þessu,“ segir Freyja.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira