Innlent

Umboðsmaður skuldara flytur í Kringluna

Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sinnir skuldurum í Kringlunni 1 frá og með mánudeginum
Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sinnir skuldurum í Kringlunni 1 frá og með mánudeginum
Umboðsmaður skuldara lokar í dag, föstudaginn 10. desember, klukkan 16.00 á Hverfisgötu 6, og opnar mánudaginn 13. desember kl. 9.00 á nýjum stað í Kringlunni 1, 2. hæð. Þar var áður til húsa Morgunblaðið og síðar Háskólinn í Reykjavík.

Frá því embættið tók til starfa, þann 1. ágúst, hefur starfsmönnum fjölgað mjög og starfsemin orðið umfangsmeiri. Því er talið nauðsynlegt að fara í rúmbetra húsnæði. „Kostir Kringlunnar 1 eru að þar er að finna næg ókeypis bílastæði fyrir viðskiptavini, aðgengi er fyrir fatlaða, stutt er í almenningssamgöngur og verður umboðsmaður skuldara staðsettur nálægt annarri þjónustu í Kringlunni," segir í tilkynningu.

Í lok næstu viku mun umboðsmaður skuldara svo opna útibú í Reykjanebæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×