Innlent

Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
„Fljótt á litið er þetta mun hagstæðara tilboð en fyrri samningurinn," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „En hafi Íslendingar lært af reynslunni í þessu máli þá verðum við að kynna okkur þetta mál í þaula áður en mikið er hægt að segja."

Sigmundur Davíð segist ekki geta lagt mat á það hvort hann muni styðja samninginn í meðförum Alþingis. „Þó að þetta tilboð sé mun hagstæðara þarf það líka að vera það ef menn telja ásættanlegt að taka á sig kröfu sem er ekki lagastoð fyrir. Það er óbreytt og ég held að það sé afstaða ríkisstjórnarinnar núna að þetta sé ekki samkvæmt lagaskyldum."

Sigmundur segir að óháð niðurstöðunni úr samningaferlinu verði að meta hvort „fari vel á því að þingið taki síðasta orðið af almenningi. Þegar búið er að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem niðurstaðan var afgerandi, verður að meta hvort ekki sé eðlilegt að það sé gert aftur. Ég tel að það sé eðlilegt úr því sem komið er." - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×