Innlent

Enginn eldur - bara viðvörunarljós

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Guðmundur Óskarsson forstöðumaður hjá Icelandair, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar sem snúið var við skömmu eftir flugtak og lenti á Keflavíkurflugvelli við mikinn viðbúnað. Að hans sögn kviknaði viðvörunarljós í flugstjórnarklefanum sem benti til að eldur væri laus. Því var ákveðið að snúa vélinni við og lenda á ný. Ekkert kom hinsvegar fram við skoðun á vélinni að eldur hefði kviknað og líklegast er að um bilun hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×