Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 23:55 Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. Vísir/AP Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í kvöld með naumum meirihluta. Niðurstaðan er sögð nær tryggja að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja ljúka málinu sem fyrst. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og kusu þingmenn flokkanna eftir flokkslínum fyrir utan SusanCollins og Mitt Romney, tvo þingmenn Repúblikana, sem kusu með tillögu Demókrata. Þau atkvæði dugðu ekki til þess að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. Þar með er ljóst að engin vitni verða kölluð til í öldungadeildinni og því stutt í að réttarhöldunum ljúki. Eins og fyrr segir eru nú allar líkur á því að Trump forseti verði sýknaður.Trump var ákærður fyrir tvö meint embættisbrot. Annars vegar fyrir að misnota vald sitt og hins vegar fyrir að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á fyrra brotinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting um að hefja rannsókn á JoeBiden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Var Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Trump hefur hafnað ásökununum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44 Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í kvöld með naumum meirihluta. Niðurstaðan er sögð nær tryggja að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja ljúka málinu sem fyrst. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og kusu þingmenn flokkanna eftir flokkslínum fyrir utan SusanCollins og Mitt Romney, tvo þingmenn Repúblikana, sem kusu með tillögu Demókrata. Þau atkvæði dugðu ekki til þess að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. Þar með er ljóst að engin vitni verða kölluð til í öldungadeildinni og því stutt í að réttarhöldunum ljúki. Eins og fyrr segir eru nú allar líkur á því að Trump forseti verði sýknaður.Trump var ákærður fyrir tvö meint embættisbrot. Annars vegar fyrir að misnota vald sitt og hins vegar fyrir að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á fyrra brotinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting um að hefja rannsókn á JoeBiden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Var Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Trump hefur hafnað ásökununum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44 Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44
Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48