Franska fótboltagoðsögnin Eric Cantona er í aðalhlutverki í nýju myndbandi hjá Oasis-manninum Liam Gallagher.
Liam Gallagher segir frá myndbandinu á Twitter og lýsir yfir ánægju sinni með að Frakkinn hafi verið klár.
„Ég er í í sjöunda himni með að hafa Eric Cantona, síðasta rokk og ról fótboltamanninn, í nýja myndbandinu mínu við lagið Once. Lög eins og þessi verða ekki oft til og ekki heldur fótboltamenn eins og hann,“ skrifaði Liam Gallagher.
Lagið er af plötunni „Why Me? Why Not“ sem kom út í september síðastliðnum. Þetta er þriðja smáskífa hennar. Myndbandið er hér fyrir neðan.
Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að það leikur hann kóng. Myndbandið byrjar á því að Eric Cantona segir nafni plötunnar og hann sést síðan syngja lagið.
I’m absolutely thrilled to have Eric Cantona, the last Rock n roll footballer, star in my video for ‘Once’. Songs like this don’t come around very often and neither do football players like him LG x https://t.co/RSS8EFGfZE
— Liam Gallagher (@liamgallagher) January 31, 2020
Liam Gallagher er harður Manchester City maður en það kom þó ekki í veg fyrir það að hann hafði samband við Eric Cantona.
Þegar Eric Cantona kom til Manchester United árið 1992 þá hafði félagið ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan 1967.
Liðið varð hins vegar meistari á fyrsta ári með hann innanborðs og alls fjórum sinnum á fimm tímabilum þangað til hann lagði skóna á hilluna aðeins 31 árs gamall.
Eric Cantona skoraði 70 mörk og gaf 56 stoðsendingar í 156 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
LG x pic.twitter.com/m6v02mshtZ
— Liam Gallagher (@liamgallagher) January 31, 2020