Ný gögn í Sönnum íslenskum sakamálum gætu leitt til endurupptöku rannsóknar á óhugnanlegu morði Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 19:30 Frétt Morgunblaðsins þann 19. janúar 1968. Tímarit.is/Morgunblaðið Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið nú kanna hvort tilefni sé til að hefja aftur rannsókn á óupplýstu morði sem átti sér stað árið 1968 í kjölfar nýrra vísbendinga. Sú vinna sé þó einungis á byrjunarstigi. Í nýjum þáttum af Sönnum íslenskum sakamálum fjallar Sigursteinn Másson um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni á Laugalæk. Fram kom í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Sigursteinn telji sig hafa fundið sterka vísbendingu í málinu og hann hafi upplýst lögreglu gang mála. Lögreglan hefur í kjölfarið óskað eftir öllum gögnum frá Sigursteini. Skotinn í hnakkann um borð í leigubíl Að sögn Karls Steinars yfirlögregluþjóns er um að ræða afar óhugnanlegt mál en talið er að Gunnar Tryggvason hafi verið skotinn í hnakkann með skammbyssu þann 18. janúar 1968 um borð í leigubíl sínum. Þegar lík hans fannst var bílinn, sem var staðsettur í miðju íbúðahverfi, enn í gangi og gjaldmælirinn enn á. Sá sem framdi verknaðinn náðist aldrei. Karl segir að Sigurbjörn hafi haft samband við lögregluna fyrir nokkru síðan og að kallað hafi verið til fundar í kjölfarið. „Okkur finnst allavega tilefni til þess að kalla saman allt það sem er til hjá bæði embættinu og eins það sem hann hafði gert. Náttúrulega talsvert mikil rannsóknarvinna hjá honum á ýmsum sviðum. Eiginlega planið hjá okkur núna er að fara aðeins yfir það og vega og meta hvort að við teljum tilefni til þess að hefja rannsókn.“ Hinn grunaði sýknaður af ákærum Sveinbjörn Gíslason var ákærður fyrir morðið á sínum tíma eftir að lögregla taldi sig hafa fundið morðvopnið í bifreið hans. Sveinbjörn neitaði sök og ekki tókst að sanna að hann hafi framið morðið. „Þetta er eitt af sérstæðari málum af því að það er einstaklingur sem situr í gæsluvarðhaldi í nokkuð marga mánuði, níu mánuði ef ég man rétt. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt viðkomandi en hann er sýknaður bæði í héraði og hæstarétti. Á báðum dómstigum þá klofnar dómurinn þannig að það er minnihlutinn sem vill sakfella hann. Þannig að þetta hefur greinilega verið mikið vafamál í öllu þessu ferli,“ segir Karl. Ný gögn sem Sigursteinn hafi aflað við vinnslu þáttanna bendi hins vegar til þess að Þráinn Hleinar Kristjánsson gæti tengst morðinu. Í hlaðvarpsþáttunum sem finna má á Storytel greina systkinin Valgeir og Sigurbjörg Skagfjörð frá því að Þráinn hafi heimsótt þau árið 1969, ógnað þeim með byssu og fullyrt að hann hafi drepið mann með umræddri byssu. Þráinn var síðar sakfelldur fyrir hrottafengið morð með hníf árið 1979 en hann lést árið 2018. Vinna að því að safna saman sönnunargögnum Karl segir að nú sé unnið að því að fá yfirlit yfir sönnunargögn málsins. „Það er raunverulega það sem við munum fara í að skoða, hvað er til og hvert er raunverulega tækifæri okkar til þess að fara fram á skoðun, þannig að þetta er raunverulega í algjörum byrjunarfasa hjá okkur.“ Aðspurður um það hvort að mögulega verði hægt að upplýsa málið með hjálp nýlegrar DNA greiningartækni sem hafi upplýst fjölda óupplýstra mála erlendis á síðustu árum segir Karl slíkt koma til greina. „Við eigum sem sagt alveg möguleikann á því, svo framarlega sem að slík sýni eru til staðar þá er ýmislegt hægt að gera. Það er náttúrulega það sem við þurfum að skoða.“ Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið nú kanna hvort tilefni sé til að hefja aftur rannsókn á óupplýstu morði sem átti sér stað árið 1968 í kjölfar nýrra vísbendinga. Sú vinna sé þó einungis á byrjunarstigi. Í nýjum þáttum af Sönnum íslenskum sakamálum fjallar Sigursteinn Másson um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni á Laugalæk. Fram kom í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Sigursteinn telji sig hafa fundið sterka vísbendingu í málinu og hann hafi upplýst lögreglu gang mála. Lögreglan hefur í kjölfarið óskað eftir öllum gögnum frá Sigursteini. Skotinn í hnakkann um borð í leigubíl Að sögn Karls Steinars yfirlögregluþjóns er um að ræða afar óhugnanlegt mál en talið er að Gunnar Tryggvason hafi verið skotinn í hnakkann með skammbyssu þann 18. janúar 1968 um borð í leigubíl sínum. Þegar lík hans fannst var bílinn, sem var staðsettur í miðju íbúðahverfi, enn í gangi og gjaldmælirinn enn á. Sá sem framdi verknaðinn náðist aldrei. Karl segir að Sigurbjörn hafi haft samband við lögregluna fyrir nokkru síðan og að kallað hafi verið til fundar í kjölfarið. „Okkur finnst allavega tilefni til þess að kalla saman allt það sem er til hjá bæði embættinu og eins það sem hann hafði gert. Náttúrulega talsvert mikil rannsóknarvinna hjá honum á ýmsum sviðum. Eiginlega planið hjá okkur núna er að fara aðeins yfir það og vega og meta hvort að við teljum tilefni til þess að hefja rannsókn.“ Hinn grunaði sýknaður af ákærum Sveinbjörn Gíslason var ákærður fyrir morðið á sínum tíma eftir að lögregla taldi sig hafa fundið morðvopnið í bifreið hans. Sveinbjörn neitaði sök og ekki tókst að sanna að hann hafi framið morðið. „Þetta er eitt af sérstæðari málum af því að það er einstaklingur sem situr í gæsluvarðhaldi í nokkuð marga mánuði, níu mánuði ef ég man rétt. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt viðkomandi en hann er sýknaður bæði í héraði og hæstarétti. Á báðum dómstigum þá klofnar dómurinn þannig að það er minnihlutinn sem vill sakfella hann. Þannig að þetta hefur greinilega verið mikið vafamál í öllu þessu ferli,“ segir Karl. Ný gögn sem Sigursteinn hafi aflað við vinnslu þáttanna bendi hins vegar til þess að Þráinn Hleinar Kristjánsson gæti tengst morðinu. Í hlaðvarpsþáttunum sem finna má á Storytel greina systkinin Valgeir og Sigurbjörg Skagfjörð frá því að Þráinn hafi heimsótt þau árið 1969, ógnað þeim með byssu og fullyrt að hann hafi drepið mann með umræddri byssu. Þráinn var síðar sakfelldur fyrir hrottafengið morð með hníf árið 1979 en hann lést árið 2018. Vinna að því að safna saman sönnunargögnum Karl segir að nú sé unnið að því að fá yfirlit yfir sönnunargögn málsins. „Það er raunverulega það sem við munum fara í að skoða, hvað er til og hvert er raunverulega tækifæri okkar til þess að fara fram á skoðun, þannig að þetta er raunverulega í algjörum byrjunarfasa hjá okkur.“ Aðspurður um það hvort að mögulega verði hægt að upplýsa málið með hjálp nýlegrar DNA greiningartækni sem hafi upplýst fjölda óupplýstra mála erlendis á síðustu árum segir Karl slíkt koma til greina. „Við eigum sem sagt alveg möguleikann á því, svo framarlega sem að slík sýni eru til staðar þá er ýmislegt hægt að gera. Það er náttúrulega það sem við þurfum að skoða.“
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira