Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 13:30 Menn hafa breytt grónu landi í ræktarland og spúð eitri yfir það um allan heim. Hvoru tveggja hefur stuðlað að hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Vísir/AFP Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira