Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:15 mynd/getty Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira