Enski boltinn

Guardiola með augastað á markverði Barcelona

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Spænski miðillinn Mundo Deportivo slær því upp á heimasíðu sinni að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sé ákveðinn í að bæta við síleska markverðinum Claudio Bravo frá Barcelona við leikmannahóp sinn á næstu dögum.

Það vakti athygli að í fyrsta stjórn Manchester City undir stjórn Guardiola sat enski markvörðurinn Joe Hart á varamannabekknum en Hart hefur staðið vaktina í marki Manchester City undanfarin átta ár.

Samkvæmt heimildum Mundo Deportivo hafa forráðamenn Manchester City þegar samið við umboðsmenn Bravo um félagsskiptin og á aðeins eftir að semja við Barcelona um kaupverðið.

Riftunarverðið í samningi Bravo er 36 milljónir punda en Manchester City er tilbúið að greiða 21 milljónir punda fyrir Bravo sem er 33 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×