Enski boltinn

Fjögurra marka jafntefli hjá Hull og West Ham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jake Livermore og Mark Noble í baráttunni í kvöld
Jake Livermore og Mark Noble í baráttunni í kvöld vísir/getty
Hull og West Ham skildu jöfn, 2-2, í lokaleik fjórðu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Abel Hernández kom heimamönnum yfir á 39. mínútu en Enner Valencia jafnaði metin með gullfallegu marki eftir fimm mínútur í síðari hálfleik. Fyrsta mark Ekvadorans í ensku úrvalsdeildinni.

Mohamed Diame kom Hull aftur yfir gegn sínu gamla félagi, 2-1, á 64. mínútu, með fallegu skoti í stöngina og inn, en þremur mínútum síðar skoraði CurtiesDavies sjálfsmark, 2-2.

Hull er í tíunda sæti með fimm stig en West Ham í 13. sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×